Feykir - 29.11.2017, Page 32
2 01 732
Það var liðið að miðnætti.
Fjallafinninn Bör Enason
stóð inni í skrifstofu gamla
læknisins og hysjaði upp
skinnbrækur sínar. Vetrar-
nóttin var köld og stjörnubjört.
Frostið lagði örlétt frostblóm
á glerrúðurnar og úti fyrir
ýldi kuldagolan milli hús-
veggjanna.
Inni hjá gamla lækninum
var molla. Grenið gnast í
eldinum og trompetengillinn
á þunga kakalofninum stóð
rauðglóandi. Annars var
nú þessi engill einn með
þeim svartari. Bjarminn frá
heimasteyptum tólgarkertun-
um yfir á skrifborðinu féll
flöktandi út í myrkrið.
Það blikaði á mynd af
sáluðum ofursta sem hékk í
sverðakrossi á veggnum. Á
sínum tíma höfðu þessir korðar
tilheyrt hinni sælu hetju með
heiðri og sóma. Nú var sem
sagt hin gamla stríðskempa
farin til himnaríkis og þar eru
ekki notuð sverð svo að þau
gátu sem best orðið eftir hér
á jörðinni. Já, þetta spaugaði
gamli læknirinn með þegar
ekki var uppi á honum verri
gállinn.
Bör Enason þorði ekki að
setjast. Ó, nei, það virtist ekki
ráðlegt það. Þessir fínu stólar
með rósaverk og allt. Það gæti
bara orðið eftir hreindýrshár
og móða á setunum af úlpunni
hans. Gamli læknirinn var
ekki lamb að leika sér við
þegar hann æstist upp og
það mátti ekki verða í kvöld.
Þar að auki var Bör Enason
á hraðferð. Inni við Sóta-
hauginn lá Kletta, stúlkan
hans fyrir dauðanum. Hann
hosaði aftur í skinnbrækurnar.
Það var óvíst hvort hann sæi
Klettu aftur lifandi. Það lét
að líkum að hún yfirbugaðist
senn. – Hann barðist við
grátinn. – Þá mundi hún ekki
verða brúður um sólstöðurnar
eins og til stóð. Það mundi
ábyggilega einhver leggjast á
nástrá uppi í fjöllunum í vetur.
Það brást aldrei þegar heyrðist
í kirkjuklukkunum norður í
fjöllin, þá var einhver feigur.
Og í þetta skiptið var það
sjálfsagt Kletta sem var feig.
Nú var gamli læknirinn að
blanda meðulin handa henni.
Hann var skratti glúrinn
læknir. Mörg kraftaverkin
hafði sá maður gert. Hann
hafði svo að segja vakið menn
upp frá dauðum. Það hafði
hann gert.
Gamli læknirinn var lítið
gefinn fyrir að vera ónáðaður
svona seint nema ef um líf
var að tefla – og það var það
vissulega núna. Hann hafði
jú sína miklu ábyrgð sem
embættismaður ríkisins.
Og hann skaut augunum
yfir að sverðakrossinum til
myndarinnar af hinum sæla
móðurföður sínum meðan
hann af kostgæfni blandaði
dropana. Krassandi varð
það að vera handa þessum
fjallalöppum, ef það átti að
gera gagn.
„Er þetta kærastan þín
Bör Enason?“ spurði hann.
Leiðinlegt hvað lappastrák-
urinn var niðurdreginn. Og
læknirinn leitaði að einhverju
í skúffu.
„Þarekki lánt fráðí“, svarað
hann.
Gamli læknirinn taldi
Feigð
Jólasaga eftir Johan Falkberget
í þýðingu Hjalta Pálssonar
Johan Falkberget (1879-1967) var einn af merkustu
rithöfundum Noregs á fyrri hluta 20. aldar. Frá hans hendi
komu út milli 50 og 60 ritverk, mest skáldsögur en einnig
frásagnir og ævintýri og jafnvel barnabækur. Fáeinar
smásögur samdi hann einnig. Hann byrjaði starfsferil sinn
sem námuverkamaður og mörg verka hans fjalla um líf og
störf námuverkamanna. Þekktustu verk hans á því sviði
eru Den fjerde nattevakt og Christianus sextus. Fátt eitt
hefur verið þýtt á íslensku eftir hann. Þeirra langþekktast
er Bör Börsson júníor frá Öldurdal sem Helgi Hjörvar þýddi
og las upp í útvarp í fádæma athygli. Höfundurinn taldi þá
sögu ekki merkilega en hún náði samt miklum vinsældum
í heimlandinu og gaf höfundi sínum líklega meiri tekjur en
nokkurt annað skáldverk hans.
Sagan Feigð er ein af smásögum Johans, stutt og einföld
að gerð, eins konar þjóðvísa í óbundnu máli. (H.P.)
eitthvað sterklyktandi niður í
glasið. Droparnir féllu hægt.
Tuggði síðan bréfvindil saman
og sló hann í. Hann útskýrði á
uppörvandi hátt
um innihaldið.
Það mátti fjanda-
kornið ekki taka
of mikið í einu.
„Svo vonum
við að þetta
bjargi stúlkunni
þinni,“ bætti
hann við – „Og
farðu svo.“
Bör Enason
tróð glasinu
snarlega í úlpu-
vasann, dró fram
skinnpung sem
bundinn var
við vestið með
festi úr svörtu
konuhári, og
kastaði hnefa af
klingjandi silfri á
borðið.
„Þetta er nú heldur
mikið,“ sagði læknirinn og
fékk honum aftur slurk af
silfurdölum.
„Þú átta skilið,“ svaraði
Bör Enason. Hann var þegar
með höndina á hrímaðri
dyralokunni. „Taktu nú þessa
aftur,“ sagði gamli læknirinn.
„Þú getur þurft að nota þá
fyrir brúðkaupið,“ sagði hann
og reyndi að vera uppörvandi.
Röddin var mild. Bör Enason
lét fallast að dyrakamrinum.
„Jé þarvða vísdekki.“ Hann
stóð og starði niður á tær sér.
Það var svo undarlega kyrrt
inni hjá gamla lækninum.
T u n g l s k i n s -
fölvinn féll á
hélaðar rúðurnar
og frostbrestir
kváðu við í
veggjunum.
Gamli læknir-
inn varð hugsi.
Hann hafði
svo margs að
minnast. Eina
vetrarnótt hafði
riddarinn á föl-
bleika hestinum
einnig riðið brott
með konu hans
fyrir framan sig í
hnakknum. Ójá,
nóttin sú. „Jæja,
nú verður þú að
flýta þér af stað,
drengur minn.“
Gamli læknirinn blíndi
góðlátlega yfir gleraugun.
Bör Enason slagsaði út úr
dyrunum.
Lappinn ók hreinsleðanum
í tunglsljósi og froststirndu
veðri, leiðina inn til
dalbotnsins og fjallanna.
Víðmörkin breiddi sig bitur
og köld og ísmjöllin nísti.
Áður næsta sól gengi bak við
Sótahauginn yrði hann að
vera kominn með meðulin.
Það var lungnabólga sem
Kletta var með. Og nú var
liðið á sjöunda dægur –
dauðadægrið.
Það gekk greitt inn til
fjallanna. Hreinninn var
röskur og sleðinn dansaði yfir
fjalldrapaþúfurnar svo urgaði
í járninu undir meiðunum.
Bör Enason reiknaði út
eftir sjöstjörnunni að hann
mundi verða við Sótahauginn
fyrir hádegisbil næsta dag.
Hann smellti aktaumunum
og hóaði. Það bergmálaði
hvellt í fjallakyrrðinni. Við
morgunskímuna var hann
þegar inni á Vargfjalls-
hálsinum. Innan lítillar
stundar lýsti rauðleit sólin
uppi í hæðunum. Dagur-
inn kom. Máninn hékk lágt
yfir fjöllunum í norðrinu.
Náttstjarnan slokknaði og
dagskíman breiddist yfir
mörkina. Frá Vargfjallsháls-
inum og heim var hálfs dags
leið með hreindýri samkvæmt
gömlum útreikningi.
Þá var það að dráttarhreinn
Börs Enasonar tók að þreyt-
ast. Og Bör Enason sá sér
til skelfingar að dýrið varð
reikult í spori. Þreytan virtist
gagntaka það undrafljótt.
Hann reis upp í sleðanum
og hóaði á hreininn. Og
hann lamdi æðislega með
aktaumunum. Dýrið tók við-
bragð við hvert högg sem það
fékk á hrygginn, en síðan dró
jafnan af því á ný. Bör Enason
„
Lappinn ók
hreinsleðanum
í tunglsljósi og
froststirndu
veðri, leiðina inn
til dalbotnsins
og fjallanna....
Víðmörkin breiddi
sig bitur og köld og
ísmjöllin nísti.