Feykir


Feykir - 29.11.2017, Síða 33

Feykir - 29.11.2017, Síða 33
332 01 7 barðist við grátinn. Hann æpti og lamdi sem óður maður. Og óp hans urðu að kveini í dagskímunni. En enginn svaraði. Aðeins gneipir klettaveggirnir umhverfis bergmáluðu orð hans, -- kalt og tómt. Nú lá Kletta og þreytti við sjöunda dægrið. – Dauða- dægrið. Áður daginn þryti bak við Sótahauginn væri hún eflaust liðin í kofanum. Og eldurinn á arninum væri slokknaður og sólin gengin undir. „Ó, góði hlauptu,“ hrópaði hann til hreindýrsins. – „Þú veist það er um lífið hennar Klettu að tefla. – Í guðs nafni. Hún má ekki deyja frá okkur núna. Má það ekki. – Heyrirðu!“ Þannig hélt hann áfram að tala til örmagna hreinsins þar sem hann lá og skalf með gljáandi augun í sólskininu. Bör Enason brölti niður af sleðanum. Hann kastaði sér á hnén hjá dýrinu og byrjaði að klappa því blíðlega um hálsinn. „Ó, manstu nú ekki eftir öllu góða saltinu sem þú fékkst hjá henni Klettu þegar þú varst lítill kálfabjálfi.“ Dýrið lyfti hausnum. Gljáandi augun blikuðu heit mót gulli morgun- sólarinnar. Það reyndi að standa upp en seig bara hjálparlaust og stynjandi til jarðar. „Í guðs nafni þá.“ Bör Enason reif og togaði í hornin. Það gagnaði ekki minnstu vitund. Smástund stóð hann og starði fram fyrir sig með tár örvæntingar-innar í brúnum augunum. Það komu herkjur um munninn. Í einni svipan reif hann dálkinn úr slíðrum og þrýsti öðru hnénu að hnakka dýrsins. Hann ætlaði að lóga vesalings skepnunni. En er hann kraup þarna fann hann hvernig þessi örmagna líkami herptist saman í angist. Og nú varð hann svo undarlega klökkur. Hágrátandi beygði hann sig yfir dýrið. Þennan ökuhrein hafði stúlkan hans sýslað svo mikið við. Hún hafði verið svo undurgóð við hann. Hann þóttist sjá hana í fjarska standa í laufguðum kjarrskóginum og gefa honum salt úr lófa eina sólskin sumarnótt inn á milli fjallanna. Birkiskógurinn stóð með döggsvölu laufi og niðurinn frá ánni barst sem lágur kliður um dalinn hina fögru sumarnótt. „Svei mér að þú getir gleymt henni Klettu.“ – Hann þrýsti sér að dýrinu. Og sólin skein milli tindanna. Þá spratt Bör Enason upp. Á ný setti hann hnéð að skepnunni og hnífsblaðið glampaði í sólinni. Dauðþreytt dýrið gaf frá sér langt baul og reyndi að rísa upp. En blóðið vall úr sárinu út með hnífsskaftinu – og það átti ekkert þrek eftir. Orkaði ekkert nema að deyja. Bör Enason rykkti hnífnum út. Hann lagði munninn að sárinu og drakk volgt hreindýrsblóðið. Allur veik- leiki hafði yfirgefið hann. Hann rétti úr sér og starði inneftir til fjallanna. Hann varð ólmur af þessum rauða drykk hér á mörkinni. Áður sólin gengi til viðar bak við Sótahauginn skyldi hann samt verða kominn. Blóðþyrstur lagði hann aftur munninn að sárinu og saug. Og hann merkti síðustu dauðateygjur hreindýrsins. Nú var hann tilbúinn. Hann spratt upp fölur yfirlitum, reif skíðin út úr sleðanum og steig á þau. Og hann tók sprettinn yfir lyngþúfur og geystist inn yfir Vargfjallsháls- inn. Mílu eftir mílu, upp fjöll með ógnar erfiði, niður fjöll með þyrlandi mjöllina um skíðastafinn. Það var langt að Sótahaugsdrög- unum í dag. Fjöllin virtust sporadrýgri nú en nokkru sinni fyrr. Svitinn rann úr klístruðu hári hans. Áfram þindarlaust. Hann eins og grunaði að nú væri annar sem skundaði líka inn á fjöllin og það reið á að verða á undan. Dagurinn leið og sólin var orðin lágt á lofti. Bör Enason kastaði sér á hné í flýti og drakk úr fjallalæk. Gulbleikur geisli glampaði gegnum birkikjarrið upp yfir læknum. Hann þaut af stað á ný meðan stjörnurnar kviknuðu yfir höfði hans á vetrarkvöldinu. En allt í einu stansaði hann og lagði við eyru og hann kipptist til eins og við hnífsstungu. Feigð! Hann heyrði kirkjuklukkur „ Þannig hélt hann áfram að tala til örmagna hreinsi ns þar sem hann lá og skalf með gljáandi augun í sólskininu. ... hringja norður í fjöllunum. Hljómurinn kvað við þungt í kvöldkyrrðinni inni á mörkinni. Það var feigðin sem kallaði hina dauðu. Bör Enason stóð í kvöldrökkrinu og studdist fram á skíðastafinn í hljóðri sorg.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.