Feykir - 29.11.2017, Side 34
2 01 734
Aðalsteinn múrari steinlistamaður
Í bílskúrnum að Víðihlíð
35 á Sauðárkróki hefur
Aðalsteinn J. Maríusson,
múrari, komið sér upp
góðri aðstöðu til að sinna
áhugamáli sínu, steiniðju.
Í hillum er mikið úrval
smíðagripa, slípaðra steina
og tilsniðinna glerflaskna.
„Ég þorði ekki að kalla mig
steinsmið þó ég sé múrari,
ég kalla þetta steiniðju,“
sagði Aðalsteinn þegar
Feykir leit við hjá honum
einn góðviðrisdag og
forvitnaðist um hvað hann
bardúsar í bílskúrnum.
Þegar í skúrinn er komið
blasir við manni fjölbreytileg
steinaflóra, ýmist slípaðir
steinar sem standa sér
eða hafa verið sniðnir með
ákveðið hlutverk í huga.
Aðalsteinn sýnir blaðamanni
hvern gripinn af öðrum, úr
íslensku grjóti, undirstöður
fyrir borðfána, platta og hnífa
svo eitthvað sé nefnt. Einnig
hefur hann smíðað undir-
stöður fyrir smíðagripi bróður
síns sem er gullsmiður í
Reykjavík.
Hann segist lítið tína
af steinum núorðið nema
í fjörunni við Krókinn og við
Höfða á Höfðaströnd en
þangað fer hann mikið. Þar,
segir hann, er mikið blágrýti
og skemmtilegt grjót. Úr
Gönguskarðsánni hafa komið
fínir steinar m.a. jaspisar,
og segir Aðalsteinn þá vera
VIÐTAL
Páll Friðriksson
nokkuð frábrugðna jaspisum
að austan, annar litur í þeim
og áferð. Þá fær Aðalsteinn
mikið af grjóti sem fólk lætur
hann hafa. Og það eru ekki
einungis íslenskir steinar
sem Aðalsteinn fær því vinur
hans einn kom færandi
hendi með kassa af norskum
steinum.
„Ég á mikið af grjóti að
austan. Það var einn gamall
vinur minn, Geir Hólm,
safnavörður, sem hætti með
sína steinavinnslu og gaf
mér restina af safninu sínu,
jaspisa, ópala o.fl.,“ segir
Aðalsteinn sem fékk fleira en
grjótið frá vini sínum. „Það
eru tíu ár síðan ég byrjaði
á þessu. Geir hafði engan
tíma til að sinna steinunum
svo ég keypti af honum
verkfærin og hann lét mig
hafa steinalagerinn smátt og
smátt.“
Hnífar steinaldar-
mannanna
Mikið er um skrautsteina
fyrir austan en Aðalsteinn
segir að það sé gríðarlegt
úrval af fallegum steinum
Aðalsteinn er listasteinsmiður. Hér heldur hann á hnífum steinaldarmannanna. MYNDIR: PF
Þar sem fjörugrjótið verður að listmunum
Þvottahúsið Perlan
Hvammstanga
Þvotta- og ræstingarþjónusta.
Tökum að okkur heildarlausnir
með þrif, þvott og
línleigu fyrir gistingu.
Þökkum viðskiptin á árinu
og gleðileg jól.
Óskum öllum landsmönnum nær
og fjær gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Selma & Tómas
HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR
info@arctichotels.is / www.arctichotels.is
Sími 453 5002 / 453 6880
í Skagafirði. Hann telur að
færri fari að leita að grjóti í
Skagafirði en fyrir austan.
Segir hann mikið um fallegt
grjót í Tindastólnum.
Margt skemmtilegt er
að skoða hjá Aðalsteini og
forláta hnífur vekur áhuga
blaðamanns. „Þetta er búr-
hnífurinn hans Fredda Flint-
stone. Ég hef verið að búa til,
að gamni mínu, bréfahnífa
steinaldarmannanna. Fólk
hefur gaman af að eiga
þetta. Þessi er hins vegar
hnífurinn hans Barneys,“ segir
Aðalsteinn og sýnir annan
listagrip gerðan úr steini.
Vínflöskur breytast
í nytjahluti
Fleiri gripi tekur hann fram
úr hillunum m.a. franska
skútu, þó ekki í fullri
stærð. Og á henni stendur
áhafnarmeðlimur sem
kannar dýpið.
„Hér er gestaþraut,“ segir
Aðalsteinn og réttir fram
slípaðan stein rétt eins og
um demant væri að ræða,
„og spurningin er hvað eru
margir fletir á honum. Ég var
í viku að slípa þennan stein
og ætlaði nánast aldrei að
verða ánægður. Þessi er frá
Skagaströnd og lítur út eins
og Spákonufellið sjálft. Ætli
ég verði ekki að gefa hann
aftur þangað. Kannski set ég
á hann fánastöng, hann er
tilvalinn í það.“
Það er fleira en grjótið
sem Aðalsteinn vinnur með.
Fallegir glermunir bera
vott um það. Hann hlær
og segir að ef hann eignist
góðar flöskur þá taki hann
þær í sundur og búi til
ýmislegt skemmtilegt eins og
blómavasa, skálar og staup.
Hann segir gæðin felast í
þykkt glersins.
„Þetta er nú ekki sölu-
vara, ég gef þetta frekar. Mér
finnst gaman að eiga við gler,
það er gott að vinna það og
er ágætt með öðru,“ segir
hann.
Stærstu steinarnir sem
eru í smiðju Aðalsteins eru
ekki ætlaðir sem hilluskraut.
Þeir eru ætlaðir sem
legsteinar en nokkra svoleiðis
gripi hefur Aðalstein unnið.
„Ég hef gert fyrir fjölskylduna,
eiginlega bara fyrir mitt fólk.
Í gamla daga voru settir
krossar úr tré á leiðin sem
endast mátulega mikið en
steinarnir með koparplötu
endast endalaust. Þeir
hafa þó grafið letur fyrir
mig í legsteinagerðinni á
Ólafsfirði en koparinn fæ ég
í málmsteypunni Hellu.
Þeir sem eru áhugasamir
um verk Aðalsteins geta
heimsótt hann í bílskúrinn
hvenær sem er því Aðalsteinn
segir að allir séu velkomnir
alltaf. Þar er hægt að kaupa
af honum listaverkin hans
en einnig er mögulegt að fá
hann til að vinna grjót fyrir
sig eftir pöntun. „Já, fólk
getur komið með stein og
ég get athugað hvað hægt
er að gera,“ segir Aðalsteinn
í lokin.Nettir leg- og minningarsteinar. Ýmislegt útbýr Aðalsteinn úr gömlum vínflöskum.