Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 8
Magnús ólst upp við kveðskap og sjálfur fór hann létt með að yrkja.
Eitthvað orti hann á menntaskólaárum. En þessi slitra hans er líklega
aðeins yngri.5
Lúx- er þetta orðinn -us,
að eiga -reið svo lipra bif-,
Lasa- Kristur leyfði -rus
að lifna, trúar- fyrir -hrif.
Á komandi hausti verði liðin fjörutíu ár frá því við Magnús Snædal
sátum fyrst saman í tímum í Háskóla Íslands. Við vorum á cand.mag.-
stigi í málfræði og sóttum m.a. tíma hjá Hreini Benediktssyni í nám-
skeiðunum Fornnorræn mál og Norræn samanburðarmálfræði. Þeir hafa
örugglega verið kl. 8 á mánudagsmorgnum, önnur tímasetning var ekki í
boði nema kannski þá kl. 4 eða 5 síðdegis sama dag. Í endurminningunni
vorum við þrjú í tímunum, við Magnús og Margaret Cormack, þá í ís lensku -
námi hér. Síðar sátum við Magnús svo saman í tímum hjá Jóni Gunnars -
syni. Þar var viðfangsefnið líka af sögulegum toga.
Mig minnir að mestur tíminn hafi farið í rúnir og fornsænsku í tím-
unum hjá Hreini. Samanburðurinn milli norrænu málanna var líka alltaf
í brennidepli og við lásum fjölmargar greinar, m.a. grein um færeysku
eftir Jørgen Rischel. Mér þótti hún tyrfin. Kannski kviknaði færeysku -
áhugi Magnúsar þarna og síðar meir sinnti hann færeysku vel og ritstýrði
t.d. nokkrum heftum af Frændafundi, greinasafni frá færeysk-íslenskum
ráðstefnum. Greinin „Færeyska sérhljóðakerfið“ er ein fyrsta grein hans
af fræðilegum toga, en hún birtist í Íslensku máli 8 1986. Á síðu Fróð -
skaparseturs Færeyja er Magnúsi þakkað óeigingjart starf í þágu fær-
eyskra fræða.6
En Magnús skrifaði ekki bara um færeyska sérhljóðakerfið í tímaritið
Íslenskt mál. Þar birti hann líka greinarnar „Hve langt má orðið vera?“
(1992), „Um áherslufætur o.fl.“ (1992), „Yfirlit yfir forníslenskar mál -
fræði ritgerðir“ (1993), „Illa gerður hlutur“ (2000) og „Hriflingabjargir
Halldórs Laxness“ (2006). Á öðrum vettvangi skrifaði hann m.a. um íðorð,
enda vann hann lengi að íðorðasafni lækna. Þar má nefna „Orð myndun í
Margrét Jónsdóttir8
5 Bændablaðið, 5. árg. 1991, 6. tbl., bls. 17. Höfundur greinar er Jón Daníelsson. Tilefni
slitrunnar er að Magnús, þá ungur maður, hafði eignast fyrsta bílinn sinn, afgamla drulslu.
6 Turið Sigurðardóttir, 5. desember 2017: https://setur.fo/tidindi/tidindi-single/news/
magnus-snaedal-professari-farin/