Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 20

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 20
hinn íslenskur. Daninn hefur gott vald á íslensku og bregður báðum mál - um fyrir sig í viðtölunum þótt danska sé ríkjandi hjá honum. Sá íslenski talar einungis íslensku en skilur vel dönsku.7 Tekin voru alls 39 viðtöl og fóru sum þeirra nær eingöngu fram á dönsku og önnur á íslensku en í allmörgum þeirra eru málin notuð nokkuð jöfnum höndum og fara viðmælendur þá á milli mála. Tólf af þeim viðtölum sem fram fóru á báðum málum, íslensku og dönsku, voru tekin til athugunar í þeirri rannsókn sem hér er greint frá. Í helmingi þeirra er danska grunnmál viðmælanda sem hann skýtur íslensku inn í, bæði við beina ræðu sem og annars konar gerð málvíxla, sbr. 2.1. Hinn helmingurinn talar íslensku sem grunnmál og skýtur inn dönskum ein- ingum í sama tilgangi (sjá Þóru Björk Hjartardóttur 2015). Viðtölin spanna frá 40 mínútum upp í tæpa tvo tíma en flest þeirra eru um klukku stundar til einnar og hálfrar stundar löng. Heildartími viðtalanna tólf er um 15 klukkustundir. Viðmælendurnir, sem fæddir eru á árabilinu 1921 til 1937, höfðu allir flust búferlum til Íslands á þrítugsaldri utan tveggja sem fluttust rétt innan við tvítugt.8 Þeir lærðu því ekki íslensku fyrr en á fullorðinsaldri en hér er engu að síður kosið að líta á þá sem tvítyngda í víðasta skilningi þess orðs þótt vissulega hafi þeir fæstir náð fullkomu valdi á íslensku og sumir alls ekki góðu eins og sjá má á efniviðnum í heild þótt nákvæm athugun hafi ekki verið gerð í þeim efnum enda utan við markmið þess- arar rannsóknar (sbr. Þóru Björk Hjartardóttur 2015:239–241).9 Öll tilvik þar sem viðmælendur skipta yfir í beina ræðu, 135 alls, voru tekin til athugunar og þau greind út frá samhengi í orðræðunni og túlkuð miðað við þær fræðilegu forsendur sem greint var frá í öðrum kafla um málvíxl og gerð beinnar ræðu. Horft var til þess hvert málið væri á beinu ræðunni sem og tungumálsins á frásögninni sem hún var felld inn í og enn fremur leitt líkum að upprunamáli hinna tilvitnuðu orða út frá sam- hengi og bakgrunni frásagnarinnar. Nokkuð fleiri tilvik eru um beina ræðu í dönskum málgrunni en íslenskum, eða 76 á móti 59. Einnig er Þóra Björk Hjartardóttir20 7 Þetta kann að hafa áhrif á það hversu mikið og á hvern hátt viðmælendur víxluðu málum en greining á því er utan við markmið þessarar rannsóknar. 8 Viðtölin voru tekin á árunum 2009 og 2010 og viðmælendur því allir komnir yfir sjötugt og sumir fast að níræðu. 9 Um margvíslegar birtingarmyndir tvítyngis og skilgreiningarvanda má t.d. sjá hjá Li Wei (2000:3–6). Hefð er fyrir því í íslensku samhengi að líta á tvítyngi breiðum skilningi óháð færnistigi í íslensku (sjá Birnu Arnbjörnsdóttur 2007:14).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.