Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 26
14. {ha}
15. → finnurðu til í benene
16. sagði jeg
17. {ha} (IE:6–7)
Kona nokkur hefur hér sagt frá því að hún hafi strax reynt að tala íslensku
því tengdafjölskylda hennar hafi ekki kunnað dönsku. Það hafi hins vegar
gengið upp og ofan í fyrstu en tengdafjölskyldan hafi verið dugleg að
leiðrétta sig og tekur hún þetta dæmi til að sýna það. Frásögnin er nokkuð
ruglingsleg en við sjáum hér tvær útgáfur af sömu segð, fyrst á dönsku,
sem er aðeins fyllri líka í línum 9 og 10 hvordan går det har du ondt i ben i
benene, og svo endurtekið á íslensku í línu 15 finnurðu til í benene, með
benene sem samstofna orði við orðið bein á íslensku sagt með sterkum
dönskum hreim. Beina ræðan í línu 15 er ekki viðbrögð konunnar við
leiðréttingu mágsins í línu 13 við ruglingnum á orðunum fætur og mjaðmir
heldur endurtekur hún í frásögn sinni af þessum tungumálamisskilningi
það sem hún sagði þá.11
Þetta hlýtur að gefa til kynna að beina ræðan, hinn mállegi búningur
tvíendurtekinnar tilvitnunarinnar, í línum 9 og 10 annars vegar og línu 15
hins vegar, er endursköpun mælandans fremur en orðrétt endurómun. Þá
vaknar líka sú spurning á hvoru málinu þetta hafi verið sagt upprunalega.
Við fáum svar við því ef við lítum á það sem konan segir á undan í línum
1 og 2 forskellige ting jeg oversatte direkte. Af þessu má draga þá ályktun að
hún hafi sagt þetta á íslensku við sinn íslenska mág og þýtt þá beint orðið
benene ‘fæturnar’ sem beinunum sem með hennar framburði hljómar líkt.
Þar sem beina ræðan er endursköpun mælandans úr eldri ummælum
hefur tvítyngdur mælandi því í hendi sér á hvoru þeirra mála sem hann
ræður yfir hún er tjáð, hvort hann er trúr hinu upphaflega máli á segðinni,
þ.e. orðunum sem féllu við það tilefni sem greint er frá, (sbr. dæmi í 4.1.
og 4.2) eða ekki. Lítum á dæmi um hið síðarnefnda þar sem málinu er
breytt, sbr. fyrrnefnd rök Erikssons (1997:183–190) um tungumálaósam-
ræmi (sjá einnig Clark og Gerrig 1990:777, Sebba og Wootton 1998:273–
274).
Þóra Björk Hjartardóttir26
11 Hjá tvítyngdum er endurtekning oft á öðru máli en því sem fyrst var notað og er sú
gerð málvíxla sem þeir beita hvað oftast (sbr. Romaine 1995:161–165). Í athugun minni á
málvíxlum hjá gömlu Dönunum af annarri gerð en við beina ræðu kom í ljós að þau voru
einmitt frekar tíð við endurtekningar og viðgerðir (sjá Þóru Björk Hjartardóttur 2015).