Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 31
un tveggja aðila, þess sem sem upphaflega mælti orðin, þ.e. þess sem
vitnað er til, og hins sem er við stjórnvölinn og mótar innihaldið og setur
fram í orðum. Um er að ræða yfirfærslu fyrri atburða í nýjar aðstæður
með sviðsettri frásögn þar sem beina ræðan gegnir því hlutverki að krydda
frásögnina og gera hana trúverðugri.
Beina ræðan tilheyrir þannig í raun tveimur manneskjum, þeirri sem
orðin eru lögð í munn og þeirri sem hún hljómar í gegnum. Mælandinn
verður þannig tvíradda, hann lætur annan tala í gegnum sig, en hann er
engu að síður höfundur eða smiður segðarinnar því hann mótar hana við
þessa yfirfærslu. Hann þarf hins vegar ekki að svara fyrir innihald segðar-
innar, sú ábyrgð liggur hjá upphafsmanninum sem orðin eru eignuð, eins
og rakið var í 2.2.
Mælandinn getur því í raun hagað beinu ræðunni að vild með tjáningu
sinni og orðalagi en um leið firrt sig inntakinu. Hinn tvítyngdi getur þar
af leiðandi einnig stýrt því á hvoru þeirra mála sem hann ræður yfir beina
ræðan er mælt. Tungumálið á beinu ræðunni þarf því ekki endilega að fara
saman við tungumálið á hinni upprunalegu segð né heldur að vera hið
sama og málið á sjálfri frásögninni annars er.
Þetta samspil tveggja tungumála sem undir eru í einu við beina ræðu,
ef svo má að orði komast, getur tekið á sig ferns konar mynd eins og
fjallað var um í fjórða kafla þar sem fléttast saman málvíxl og umbreyting
á hinu upprunalegu máli segðarinnar, þ.e. hinna tilvitnuðu orða. Hér eru
möguleikarnir settir fram í formi myndræns líkans. Bókstafirnir A og B
standa fyrir tungumálin tvö þar sem A hefur gildið danska og B íslenska,
en þessu getur einnig verið öfug farið.
Upprunamál segðar Málið á beinu ræðunni Grunnmál
a. B B A
íslenska íslenska danska
b. A A A
danska danska danska
c. B A A
íslenska danska danska
d. A B A
danska íslenska danska
Tafla 2: Möguleikar í tungumálasamspili við beina ræðu.
Bein ræða og málvíxl hjá tvítyngdum Dönum 31