Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 38
thong) (til dæmis Sievers 1893:148 og Jespersen 1904:203 o.áfr.). Á síðari
tímum hefur hins vegar skapast sú venja að nota orðið tvíhljóð aðeins
þegar báðir hlutar hljóðsins hegða sér hljóðkerfislega sem eitt hljóð (ein mál -
eining), en ekki þegar hægt er að líta á hljóðið sem samband tveggja ein-
inga (til dæmis Clark, Yallop og Fletcher 2007:71 o.áfr.); slíkt hljóð er hér
kallað hljóða samband hálfsérhljóðs og sérhljóðs (e. semivowel–vowel
sequence).
Eins og rætt verður í 2. kafla hér á eftir hafa sumir fræðimenn gert ráð
fyrir að útkoma tvíhljóðunar é hafi fyrst um sinn verið eiginlegt tvíhljóð
sem síðar breyttist í hljóðasamband, en aðrir talið að útkoman hafi frá
upphafi verið hljóðasamband. Þrátt fyrir þennan ágreining verður breyt-
ingin sjálf, venju samkvæmt, nefnd tvíhljóðun hér á eftir. Í 2. kafla kemur
einnig fram að sumir eldri fræðimenn hafa notað orðið tvíhljóð um út -
komuna þótt svo virðist sem þeir eigi við hljóðasamband í ofangreindum
skilningi. Það skýrist af því, sem fyrr sagði, að orðið tvíhljóð hafði áður
gjarnan víðari merkingu en á síðari árum.
Í fyrri skrifum um þróun é í íslensku hefur því einnig verið haldið
fram að hljóðið j, sem að fornu og nýju kemur fyrir í orðum eins og jaðarr
(jaðar), jǫtunn (jötunn), sjá og ljótr (ljótur) og var hálfsérhljóð í fornmáli,
hafi breyst í önghljóð á leið til nútímamáls. Þetta tengist þróun é að því
leyti að þessi breyting er einnig talin hafa náð til fyrri liðar é, sem í nú -
tíma máli er j. Þessi hugmynd verður einnig skoðuð í þessari grein.
Það sem hér fer á eftir er ekki byggt á sérstakri rannsókn á frum heim -
ildum, svo sem vitnisburði stafsetningar eða hrynjandi og ríms í kveð skap,
heldur er að mestu notast við heimildir sem hafa birst áður. Hins vegar er í
sumum tilvikum sett fram ný túlkun á þeim. Helstu niðurstöður verða eftir-
farandi: (1) Útkoma tvíhljóðunar é var hljóðasamband j og langs ein hljóðs,
[jɛː], sem rita mætti jé þegar um er að ræða yngri forníslensku eða tímann
frá um 1300 og þar til að hljóðdvalarbreytingin var um garð gengin; (2)
ósennilegt er að hljóðgildi j hafi sætt umtalsverðri breytingu frá forn máli.
Vafi leikur á ýmsu öðru sem snertir þróun é í íslensku, til dæmis því
hvernig breyting é í hljóðasambandið jé [jɛː] gekk fyrir sig, en ekki verður
fjallað um það hér. Ekki verður heldur rætt um tengsl þessarar breytingar
við breytingu é í hnígandi tvíhljóð (é > [ei]), sem einnig eru heimildir um
í fornmáli (sjá til dæmis Aðalstein Hákonarson 2016:91 o.áfr.), eða um
það hvers vegna é þróaðist á annan hátt en löngu einhljóðin æ (< ę́ + ǿ), ó
og á í forníslensku sem í nútímamáli eru hnígandi tvíhljóð. Ekki verður
heldur fjallað sérstaklega um tilurð hljóðasambandsins je í orðum eins og
Héðinn, hérað, héðan, ég, éta, fékk, hélt og snéri þar sem í fornmáli var stutt
Aðalsteinn Hákonarson38