Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 41
Eins og áður var nefnt taldi Rasmus Kristian Rask að hljóðgildi bók-
stafa hefði almennt verið eins í fornmáli og það var á 19. öld. Dæmi um
þetta er að Rask áleit að breiðu sérhljóðin í nútímaíslensku hefðu verið
borin eins fram til forna (1818:7 o.áfr.). Í riti hans um fornmálið er enn
fremur gert ráð fyrir hljóðinu è, en þannig lagði Rask til að tákna skyldi
je (1818:9–10).
Síðar áttuðu menn sig á að í fornmáli fólst aðgreining breiðu og grönnu
sérhljóðanna fyrst og fremst í mun á lengd. Jacob Grimm (1822:281 o.áfr.,
1840:455 o.áfr.) lýsti muninum á þennan hátt og svo virðist sem hann hafi
byggt niðurstöðu sína á samanburði við önnur forn germönsk mál (sjá
Grimm 1822:281). Samt sem áður gerði Grimm ráð fyrir hljóðinu ie í flest-
um orðum í fornmáli sem nú eru álitin hafa haft langa einhljóðið é (1822:
288–89, 1840:462–63). Í norrænni málfræði P.A. Munchs og C.R. Ungers
er tekið undir skoðun Grimms um að breiðu sérhljóðin hafi verið löng ein-
hljóð (Munch og Unger 1847:3), en einnig bentu þeir á að í norsku sam-
svaraði é „et meget lukt e“ og að „den samme Udtale synes ifølge de bedste
haandskrifter at have hersket i Oldtiden“ (1847:4). Unger hafði einnig
haldið því fram í grein nokkrum árum fyrr að é hefði verið langt einhljóð í
norrænu, en hefði breyst í je í málinu á Íslandi (Unger 1843:556).
Konráð Gíslason fylgdi Rask að málum varðandi hugmyndir um forn-
máls framburð. Í riti hans Um frumparta íslenzkrar túngu í fornöld segir að
breiðu sérhljóðin (nema í og ú) hafi verið tvíhljóð (Konráð Gísla son 1846:
5) og svipaða sögu er að segja um málmyndalýsingu Konráðs (1858:3–5).
Hann gerði ráð fyrir að orð með é (je) í nútímamáli hefðu einnig haft je að
fornu. Þessu til stuðnings er í fyrrnefnda ritinu bent á að rithátturinn „ie“
(ásamt „ié“) komi fyrir í gömlum íslenskum handritum, sem sum eru talin
meðal þeirra elstu: AM 673 a II 4to frá um 1200 og AM 677 4to B frá um
1200–1225 (1846:39–40).5 Þetta hefur hann talið styðja þá ætlun að je-
framburður væri gamall. Nánar verður fjallað um aldur og útbreiðslu rit-
háttarins „ie“ fyrir é í kafla 2.7 hér á eftir.
Grein K.J. Lyngbys frá 1861 mun hafa markað tímamót í skilningi á
sérhljóðakerfi norrænu (sjá Kjartan Ottosson 2002:96 og Berg 2014:32).
Í henni eru færð frekari rök fyrir kenningu Grimms um löng og stutt sér-
hljóð í fornmáli, meðal annars með því að vísa til vitnisburðar Fyrstu mál -
fræði ritgerðarinnar.6 Lyngby áleit jafnframt, líkt og Unger hafði áður haldið
Hljóðið é í yngri forníslensku 41
5 Sjá dæmi í nmgr. 2.
6 Ekki er rétt, sem Ivar Berg hefur haldið fram (2014:31), að C.R. Unger hafi þegar í
grein sinni frá 1843 („Beviser for at Adskillelsen af de lange og de korte Vokaler har fundet