Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 42
fram, að é hefði verið langt einhljóð í fornmáli (1861:308). Upp frá þessu
virðast málfræðingar hafa verið sammála um að lengd hafi greint að breið
og grönn sérhljóð á samnorrænu stigi og auk þess að é hafi verið langt ein-
hljóð til forna (til dæmis Wimmer 1874:1–5, 1877:viii–xvi, Noreen 1884:
15–16, Finnur Jónsson 1908:13–14, 1925:85 og Heusler 1921:12–18, 26).
2.2 Jón Þorkelsson
Í formála útgáfu sinnar á Gunnlaugs sögu ormstungu gerði Jón Þor -
kelsson rektor (1822–1904) grein fyrir því hvers vegna hann ritaði é fyrir
hljóðið sem flestir táknuðu með je: „það er ætlun mín að þetta hljóð hafi
upphaflega verið breitt (langt) e, enn sé sú ætlun rétt á breidd þess að
tákn ast með broddi (akút), svo sem gert er við aðra breiða raddarstafi“
(1880a:v–vi). Í ritdómi í Ísafold gerði Halldór Kr. Friðriksson (1880:35–
36), undir dulefninu „J“,7 athugasemdir við þetta og sagði fullvíst að um -
rætt hljóð hefði breyst í je svo snemma að almennt bæri að rita það þannig
í útgáfum íslenskra fornrita. Hann benti á fyrrnefnda umfjöllun í Frum -
pörtum Konráðs Gíslasonar (1846:37–40) þar sem fram kemur að rithátt-
urinn „ie“ (og „ié“) komi fyrir í fornum handritum. Að auki lýsti Halldór
efasemdum um að hljóðið hefði verið langt í fornmáli, en erfitt er að átta
sig á rökum hans fyrir því (1880:35–36).
Í svargrein gerði Jón stuttlega grein fyrir vitnisburði handrita um
hljóðið é (1880b:38) og benti á að þar sem löng sérhljóð væru reglulega
auð kennd með broddi8 væri „hið núveranda óupphaflega je-hljóð“9 táknað
með „é“, alveg hliðstætt við önnur breið sérhljóð. Að dómi Jóns sýndi
Aðalsteinn Hákonarson42
Sted i det gamle Norske sprog“) sýnt fram á þýðingu Fyrstu mál fræði ritgerð ar inn ar fyrir
kenningu Grimms. Í grein Ungers er hvergi minnst á Fyrstu málfræði ritgerð ina, en hins
vegar vísað til kaflans um „tíð samstafa“ í Þriðju málfræðiritgerðinni (Unger 1843:533–34,
sjá Björn Magnússon Ólsen 1884:52–53) sem Unger virðist raunar hafa misskilið og verður
ekki séð að í kaflanum komi neitt fram sem styður að aðgreining breiðra og grannra sér-
hljóða hafi falist í lengd þeirra. Berg (2014:31) fullyrðir einnig að Unger hafi sýnt fram á
að vitnisburður dróttkvæða styddi kenningu Grimms. Það er ekki á rökum reist. Unger
(1843:535) benti á að í fornum kveðskap rímuðu ekki saman löng og stutt sérhljóð, til
dæmis á og a, en þess hefði ekki heldur verið að vænta þótt aðgreining um ræddra hljóða
hefði falist í öðru en lengd.
7 Sjá Jóhannes B. Sigtryggsson 2017:165–66.
8 Það á sér í lagi við um íslensku handritin Holm perg 15 4to (Íslenska hómilíu bókin)
frá um 1200 og GKS 2087 4to (Konungsannáll) frá um 1300–1328 og norska hand ritið
AM 619 4to (Norska hómilíubókin) frá um 1200–1225.
9 Núverandi upphaflegt je er í orðum eins og seljendur (Jón Þorkelsson 1880b:38).