Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 44
2.4 Adolf Noreen
Í 2. útgáfu norrænnar málfræði Noreens (1892:65) er greint á milli þró-
unar forníslensks langs é og stutts e, en þeir fræðimenn sem fjallað hefur
verið um hér að framan gátu þess ekki að je í nútímamáli væri í sumum
tilvikum komið úr stuttu e í fornmáli. Hið langa é taldi hann að hefði
almennt breyst í tvíhljóðið ié; það hefði gerst „dialektisch“ þegar um 1200,
en nýi framburðurinn hefði ekki orðið almennur fyrr en um 1300. Hann
nefnir sem dæmi: hiér, iél, miér og liét. Hið stutta e hefði á hliðstæðan hátt
um 1200 byrjað að breytast í ie, en þó aðeins í stöðu á eftir k eða g, til
dæmis kietill og giekk,10 og einnig á eftir h þegar e var komið úr uppruna-
legu „lokuðu“ e (en ekki orðið til við i-hljóðvarp á a eða stöðubundna ein-
hljóðun ei), til dæmis hiekk, hielt, hieðan og hieri.
Rétt er að gæta þess að í málfræði Noreens stendur i + sérhljóð fyrir
samband hálfsérhljóðs og sérhljóðs og sennilega var ié að hans mati sama
eðlis og j og sérhljóð í orðum eins og jata, jǫkull, ljótr, sjá o.s.frv., sbr.
hvernig hann ritar slík orð: iaðarr, stiarna, iorð, fiotorr, fliúga, siúkr, þióð
o.s.frv. (Noreen 1892:60–67). Hann kallar runur af þessu tagi tvíhljóð, en
líkt og áður var nefnt var á þessum tíma viðtekið að kalla sambönd hálf -
sérhljóðs og sérhljóðs (eða öfugt) tvíhljóð.
Noreen (1892:65) ræðir ekki um hugsanlegt millistig í þróun é yfir í ié,
en í síðari útgáfum málfræðinnar er gert ráð fyrir að um miðja 13. öld hafi
hálfsérhljóðið i breyst í önghljóðið j því að frá þeim tíma séu elstu dæmi
um hendingar á borð við geiga : sýjur og eigi : skýjum (1923:185, sjá nánar
um slíkar hendingar í 4. kafla). Þar með má líta á ié sem millistig í þróun -
inni é > ié > jé hjá Noreen.
2.5 Finnur Jónsson
Finnur Jónsson (1908:34–35) greindi einnig á milli þróunar langs é, sem
almennt breyttist í jé við það að i eða j var skotið inn á undan é, til dæmis
ljét og jél (fyrir lét og él),11 og stutts e þar sem sams konar innskot átti sér
stað á eftir h, til dæmis hjeri, hjeðinn, hjekk, hjerað (fyrir heri o.s.frv.), en
einnig í orðunum snjeri, grjeri og rjeri (fyrir sneri o.s.frv.). Hann segir
einnig að jé hafi síðar orðið je (1908:35), þ.e. jé og je féllu saman við hljóð -
Aðalsteinn Hákonarson44
10 Ritun „i“ á eftir gómmæltum lokhljóðum og á undan e tengist framgómun lok hljóð -
anna, en er ekki afleiðing af tvíhljóðun e líkt og Noreen heldur hér fram.
11 Finnur getur um undantekninguna hve úr eldra hvé, sbr. einnig nísl. hvenær og hvel
sem samsvarar físl. hvénær og hvél.