Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 46
meðal annars er vikið að þróun é, og í sama hefti birtist svar frá Jó -
hannesi.12 Nokkrum árum síðar birti Björn grein um meðal annars þró un
é (1929a) sem einnig var innlegg í þessa umræðu. Sú grein er merki leg
vegna heimilda um þróun é sem þar var safnað saman bæði úr staf setn -
ingu og kveð skap.
Af stafsetningu handrita (um kveðskapargögn Björns sjá nánar í köfl-
um 3.3 og 3.4 hér á eftir) má ráða að tvíhljóðun é hefur hafist ekki síðar
en á 13. öld því að frá þeim tíma eru elstu dæmi um ritun „ie“ (eða „ié“)
fyrir é, líkt og áður var nefnt. Hjá Birni (1929a:232–34, sjá einnig Aðal -
stein Hákonarson 2010:63–64, 66) kemur fram að slíkum dæmum fjölg -
ar nokkuð þegar kemur fram yfir 1300, en þau verða fyrst verulega mörg
í hand ritum frá því um miðja 14. öld og „um og eftir 1400 er ie í ýmsum
skinn bókum haft alveg jöfnum höndum við þá rithætti, er áttu að tákna
é-hljóð óbreytt“ (1929a:234). Í bréfum frá 15. öld er „ie“ mun algengara en
í eldri bréfum og eftir því sem Björn segir virðist ekki munur á þessu eftir
lands hlutum, að teknu tilliti til þess hve varðveitt frumbréf frá þessum
tíma dreifast ójafnt á landshluta, en langflest eru frá Norðurlandi, lang-
fæst frá Austurlandi (1929a:234, sjá einnig Aðalstein Hákonarson 2017:
145). Vitnis burður stafsetningar bendir þannig til þess að tvíhljóðun é hafi
verið gengin yfir um allt land um 1500.
Víkjum nú að hugmyndum Björns um eðli útkomu tvíhljóðunar é. Í
inngangskafla um hljóðsögu í riti sínu Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15.
öld og breytingar þeirra úr fornmálinu lýsti hann þróun é frá fornmáli til
nýmáls í fjórum skrefum: é > ié > ié > jé > je (1925:xiv). Tvö fyrstu skref-
in lýsa tvíhljóðun og var útkoma hennar, ié, að mati Björns, samband hálf-
sérhljóðs og sérhljóðs (sjá nánar hér rétt á eftir). Næsta skref, ié > jé, var
önghljóðun hálfsérhljóðsins, sem Björn taldi að hefði gerst á 16. öld (1925:
xxv–vi, 1929a:240), og lokaskrefið, jé > je, var hljóðdvalarbreytingin sem
átti sér stað um sama leyti að hans mati (1925:xiv, sbr. einnig 1929b). Björn
taldi, líkt og Jóhannes L.L. Jóhannsson (sjá kafla 2.6), að í orðum með
stutt e í fornmáli, sem í nútímamáli samsvaraði je, hefði e fyrst lengst og
síðan tvíhljóðast eins og é (1929a:232).
Eins og fram hefur komið var viðtekið á tíma Björns að kalla sambönd
hálfsérhljóðs og sérhljóðs tvíhljóð og ljóst virðist að „tvíhljóðið ié“, sem
Björn ritaði svo, var að hans mati sambærilegt við j og sérhljóð í orðum
eins og jata, jǫkull, ljótr og sjá. Þetta kemur reyndar ekki mjög skýrt fram
í umfjöllun Björns um é (1925:xiii–xv), en má þó ráða af skrif um hans. Í
Aðalsteinn Hákonarson46
12 Einnig má benda á innlegg Alexanders Jóhannessonar (1925:232) í þessa umræðu.