Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 48
(1) a. é > ié Breyting é í „tvíhljóðið“ ié, hljóðasamband hálfsér hljóðs og
sérhljóðs.
b. ié > je Önghljóðun hálfsérhljóðsins j og hljóðdvalarbreytingin.
Nú á dögum er orðið tvíhljóð gjarnan notað í þrengri merkingu, sem nær
ekki yfir runur hálfsérhljóðs og sérhljóðs, heldur á aðeins við hljóð á borð
við tvíhljóðið ie sem Jóhannes L.L. Jóhannsson gerði ráð fyrir. Þess vegna
er hætt við að nútímalesandi skilji (1a) þannig að é hafi breyst í eiginlegt
tvíhljóð sem hafi verið annars eðlis en runur j og sérhljóðs í orðum eins
og jaðarr, jǫkull, ljótr og sjá. Enn fremur gæti hann skilið (1b) þannig að
átt sé við breytingu eiginlegs tvíhljóðs í hljóðasamband.
2.8 Nýleg skrif um þróun é
Í nýlegri umfjöllun um þróun é virðist almennt gert ráð fyrir að é hafi fyrst
breyst í tvíhljóð, sem var annars eðlis en runur j og sérhljóða, og það síðar
breyst í hljóðasamband j og e.
Hreinn Benediktsson segir é [eː] hafa tvíhljóðast í „[ie], which has reg-
ularly developed to the Modern Icelandic cluster je“ (1959:298). Senni lega
á hann með [ie] við tvíhljóð, sem sé annars eðlis en runur j og sérhljóða,
því að hann útskýrir tilurð [ie] þannig að [eː] hafi fyrst þróast í átt að hníg-
andi tvíhljóði, [ei] (líkt og hin löngu miðlægu og fjarlægu sérhljóð in, æ, ó
og á), en vegna hættu á samfalli é við gamla tvíhljóðið ei hafi þróun é í [ei]
verið snúið við svo út kom [ie]. Hreinn tímasetur tvíhljóð unina til 14.
aldar og tengir hana rithættinum „ie“ fyrir é. Hann útskýrir ekki nánar
breytingu [ie] í hljóðasambandið je og tímasetur hana ekki.
Trygve Skomedal (1969:138–40) áleit einnig að é hefði breyst í tví-
hljóð á 14. öld. Hjá honum kemur skýrt fram að það var ekki sam bærilegt
við sambönd j og sérhljóðs í orðum eins og jata. Að hans mati var síðari
breyting tvíhljóðsins í hljóðasamband tengd hljóðdvalar breytingunni: „ie
fiel wegen der Aufgabe der Quantität mit je zusammen und gehört nicht
mehr dem Diphthongsystem an“ (1969:140). Skomedal útskýrði hins
vegar ekki hvers vegna hljóðdvalarbreytingin hafði þessi áhrif.
Umfjöllun um þróun é í yfirlitsgrein Stefáns Karlssonar um íslenska
málsögu (1989:8) er knöpp. Þar segir, í umræðu um breytingar í sérhljóða -
kerfinu á öldunum eftir 1200, að é hafi breyst í tvíhljóð, þ.e. fengið fram-
burðinn íe og síðar je. Hér virðist vera átt við að é hafi fyrst breyst í tvíhljóð,
sem var frábrugðið runum j og sérhljóðs, sbr. ritháttinn íe, og síðar í hljóða -
samband. Stefán nefnir ekki hvenær síðari breytingin á að hafa gerst.
Aðalsteinn Hákonarson48