Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 49
Jón Axel Harðarson hefur fjallað um ágreining Jóhannesar L.L. Jóhanns -
sonar og Björns K. Þórólfssonar um útkomu tvíhljóðunar é (2001:53, nmgr.
73), en sjálfur tók hann undir skoðun Jóhannesar, þ.e. að um hefði verið
að ræða tvíhljóð þar sem síðari liðurinn var sama hljóð og stutt opið e, þ.e.
[iɛ], en tvíhljóðið í heild eigi að síður langt (2001:53–54 og nmgr. 75).
Síðar, segir Jón Axel, „hat sich [iɛ] zu nisl. [jɛ] (heute é geschrieben) ent-
wickelt“ (2001:54), en ekki kemur fram hvenær.
Í umfjöllun Kristjáns Árnasonar um þróun é segir: „Nútíma sam -
svörun é er oftast greind sem hljóðasambandið [j] og [ɛ], en það hlýtur að
eiga uppruna sinn sem rísandi tvíhljóð, þ.e. fyrri partur hljóðsins hefur
verið nálægari og samhljóðskenndari en sá seinni: [e]“ (2005:333, sjá einnig
2011:20–21). Ekkert kemur fram um það hve lengi é var rísandi tvíhljóð
og hvenær það breyttist í hljóðasamband.
2.9 Samræmd stafsetning 14. aldar í nýrri dróttkvæðaútgáfu
Við útgáfu helgikvæða frá 14. öld í nýrri útgáfu dróttkvæða í ritstjórn
Margaretar Clunies Ross (2007) er notast við samræmda stafsetningu
sem ætlað er að endurspegla hljóða far yngri forníslensku betur en hefð -
bundin samræmd stafsetning forn máls gerir. Til að sýna að é hafði sætt
tvíhljóðun á 14. öld er það í útgáfunni ritað „ie“ í stað „é“. Þetta bendir til
þess að gert sé ráð fyrir að útkoma tvíhljóðunar é hafi ekki verið sambæri-
leg við runur j og sérhljóðs í orðum eins og jaðarr, jǫkull, ljótr og sjá, enda
eru slík orð rituð með „j“. Í (2) er sýnt 3. erindi Máríudrápu eins og það
er prentað í útgáfunni.
(2) Þú ert, Máría, meira
metin allri þjóð betri
þier sýnir guð greinir
gjarna, sjóvar stjarna.
Lofar, þá er öllum er efri
ein riett í veg hreinum,
— Kristr skipar hjá sier hæsta
heims drottning — lið* beima.
(Attwood 2007:480, feitletranir mínar)
Eftirtektarvert er að í rökstuðningi fyrir því að rita „ie“ fyrir é (Clunies
Ross 2007:lxv–vii)13 er einungis vísað til Adolfs Noreens (1923:95) og
Hljóðið é í yngri forníslensku 49
13 Greinargerð um samræmda stafsetningu 14. aldar, sem notast er við í útgáfunni, var
samin af Kari Ellen Gade (sjá Clunies Ross 2007:xli, nmgr. 1).