Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 50
Björns K. Þórólfssonar (1925:xiv). En líkt og fram kom hér að framan
(í köfl um 2.4 og 2.7) álitu þeir að útkoma tvíhljóðunar é hefði verið sam-
band hálf sérhljóðs og sérhljóðs eins og í orðum á borð við jaðarr o.s.frv.
Ef fylgja á Birni og Noreen væri þess vegna eðlilegra að rita „jé“ fyrir é í
kvæð um frá 14. öld, til dæmis þjér, rjétt og sjér.14
2.10 Samantekt
Í þessum kafla hefur verið farið yfir það helsta sem ritað hefur verið um
þróun é í íslensku. Fram kom að frá því upp úr miðri 19. öld hafa menn
verið sammála um að é hafi í fornmáli verið langt einhljóð. Hins vegar er
nokkur munur á því hvernig menn álíta að þróun é til nútímamáls hafi
gengið fyrir sig. Þeir sem ítarlegast hafa gert grein fyrir hugmyndum sín -
um um þróunina eru Jóhannes L.L. Jóhannsson og Björn K. Þór ólfsson
(umfjöllun þess síðarnefnda er að vísu nokkuð óljós, sbr. kafla 2.7). Eins
og fram kom í kafla 2.6 taldi Jóhannes að é hefði breyst í tvíhljóðið ie sem
var samband tveggja stuttra sérhljóða með sömu lengd og löng sérhljóð.
Hann áleit að þetta hljóð hefði haldist óbreytt þangað til fyrri liður þess
breyttist í önghljóð á 17. öld svo úr varð hljóðið je sem enn tíðkaðist í
nútímamáli. Björn taldi hins vegar að é hefði breyst í ié, sem hann kallaði
einnig tvíhljóð, en nú þætti eðlilegra að kalla samband hálfsérhljóðs og
sérhljóðs, enda sambærilegt við j og sérhljóð í orðum eins og jata o.s.frv.
Þetta hljóða samband varð síðar fyrir áhrifum tveggja almennra hljóð -
breyt inga, öng hljóðunar j og hljóðdvalarbreytingarinnar, sem báðar áttu
sér stað á 16. öld að mati Björns.
Flestir aðrir hafa fjallað um þróun é á mun knappari hátt. Jón Þor -
kelsson taldi að rithátturinn „ie“ hefði staðið fyrir eiginlegt tvíhljóð eins
og Jóhannes L.L. Jóhannsson síðar. Björn Magnússon Ólsen segir ein-
ungis að fyrri liður tvíhljóðaðs é hafi líklega verið hálfsérhljóð áður en
hann breyttist í önghljóð. Þeir Adolf Noreen og Finnur Jónsson töldu,
líkt og Björn K. Þórólfsson síðar, að útkoma tvíhljóðunar é hefði verið
sam band hálfsérhljóðs og langs sérhljóðs, táknað ié eða jé. Á hinn bóginn
virð ast Hreinn Benediktsson, Trygve Skomedal, Stefán Karlsson, Jón Axel
Harð arson og Kristján Árnason allir hafa álitið að é hefði fyrst breyst í
eigin legt tvíhljóð, eins og það sem Jóhannes L.L. Jóhannsson gerði ráð
fyrir, en einhvern tíma síðar orðið að hljóðasambandi eins og er í nútíma -
máli. Sá eini þeirra sem tímasetti þessa síðari breytingu var Skomedal sem
Aðalsteinn Hákonarson50
14 Haukur Þorgeirsson (2009:165–68) hefur gagnrýnt aðra þætti samræmdrar staf-
setningar 14. aldar sem notast er við í dróttkvæðaútgáfunni.