Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 52
Líkt og sagði í 1. kafla er venja að kalla runu tveggja sérhljóða í sama at -
kvæði tvíhljóð ef hún hegðar sér hljóðkerfislega eins og eitt sérhljóð, ann-
ars sé um að ræða hljóðasamband. Hægt er að líta svo á að hljóðgerðir (3)
endur spegli þennan mun á þann hátt að í tvíhljóðinu í (3a) tilheyri báðir
hlutar sama stofnhluta atkvæðisins, en í hljóðasambandinu í (3b) sín um
stofnhluta hvor.
Hvernig birtist munur (3a) og (3b) í framburði? Hér er nærtækt að
horfa til nútímaíslensku og bera saman langt hljóðbrigði e, sem hefur
verið hljóð ritað [ɪɛ] (sjá til dæmis Kristján Árnason 2005:147),15 og é [jɛ(ː)],
sbr. (4). Hið fyrra er jafnan kallað stígandi tvíhljóð og má greina sem runu
tveggja frammæltra sérhljóða með ólíka tunguhæð innan sama atkvæða -
kjarna líkt og (3a). Hljóðgerð (3b) heldur sér í nísl. é [jɛ(ː)] að öðru leyti en
því að lengd sérhljóða hefur orðið stöðubundin.16
(4)a. léti [ljɛːtɪ] : leti [lɪɛtɪ]
b. létti [ljɛhtɪ] : Letti [lɛhtɪ]
Í umfjöllun um fyrri skrif um þróun é í 2. kafla var stundum horft til
þess hvort fræðimenn virtust líta á útkomu tvíhljóðunar é sem hljóð af
sama tagi og runur j og sérhljóðs (í orðum eins og jata o.s.frv.) eða ekki.
Hér er gert ráð fyrir að j og sérhljóð hafi myndað hljóðasambönd í forn -
íslensku og virðist það vera viðtekin skoðun meðal fræðimanna. Þar sem
þetta hefur talsverða þýðingu hér verða færð fyrir því ítarlegri rök en
venja er, í kafla 3.2 hér á eftir. Því næst, í kafla 3.3, verður litið á vitnisburð
staf setn ingar og kveðskapar um hljóðið é sem bendir til þess að útkoma tví -
hljóð unar é hafi verið hljóðasamband j og (langs) sérhljóðs, en ekki eigin -
legt tvíhljóð. Meðal þess sem þar kemur við sögu er rímið é : e sem birtist
fyrst í kveð skap frá ofanverðri 14. öld. Það er hér talið benda til þess að
útkoma é hafi verið hljóðasamband. Þessi niðurstaða byggist á endurmati
viðtekinna hugmynda um aldur hljóðdvalarbreytingarinnar og verður
gerð grein fyrir því í kafla 3.4.
Aðalsteinn Hákonarson52
15 Langt hljóðbrigði e er oftast hljóðritað gróflega með [ɛ] sem endurspeglar ekki tví-
hljóðseðli þess, sem þó kemur greinilega fram í mælingum, sbr. rannsókn Sigrúnar Gunnars -
dóttur (2012:45–50).
16 Rétt er að taka fram að þessi samanburður er gerður til þess að glöggva lesendur á
muninum, almennt séð, á stígandi tvíhljóðum og hljóðasamböndum hálfsérhljóðs og sér-
hljóðs. Ekki er gert ráð fyrir að stígandi tvíhljóðið [ɛ], sem sumir hafa talið útkomu tví-
hljóðunar é, hafi verið nákvæmlega eins og langt hljóðbrigði e í nútímamáli.