Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 53
3.2 Hljóðasambönd j og sérhljóðs í forníslensku
Eins og nefnt hefur verið virðist almennt álitið að runur j og sérhljóðs hafi
ekki verið eiginleg tvíhljóð í fornmáli heldur hljóðasambönd. Þessa er yfir -
leitt ekki getið sérstaklega í handbókum, en stundum má ráða það af því
til að mynda að runur j og sérhljóðs eru ekki taldar upp meðal tvíhljóða
(til dæmis Heusler 1921:12–13) eða af því að j er flokkað með samhljóðum
(til dæmis Kristoffersen og Torp 2016:188). Og enda þótt sambönd j og
sér hljóðs séu stundum kölluð rísandi tvíhljóð, til dæmis í norrænni mál -
fræði Noreens, þýðir það ekki að litið hafi verið á þau sem einingu, hlið -
stæða við löng einhljóð eða hnígandi tvíhljóðin au, ei og ey. Á tíma Noreens
var orðið tvíhljóð notað almennt um sambönd hálfsérhljóðs og sér hljóðs
líkt og áður hefur kom fram. Hreinn Benediktsson (1972:164–65) hefur
fjallað sérstaklega um stöðu þessara svokölluðu rísandi tvíhljóða, en hann
taldi ekki ástæðu til að líta á þau sem sérstakar einingar. Í þessum undir-
kafla verður bent á nokkur atriði sem benda til þess að j og sérhljóð hafi
verið hljóðasambönd í fornmáli.
Fyrst er að nefna að í nútímaíslensku og öðrum norrænum nútíma-
málum er j greint sem hluti samhljóðakerfisins, ekki sem fyrri liður rís-
andi tvíhljóða (sjá til dæmis viðeigandi kafla í König og van der Auwera
1994; Sandøy 2005). Ef j og sérhljóð mynda hljóðasamband, en ekki tví-
hljóð, í til dæmis íslenska orðinu jörð og sama á við um dönsku, norsku
og sænsku jord og færeysku jørð, er eðlilegt að álykta að þetta hafi einnig
gilt um samnorrænt jǫrð. Og sama gildir um j og sérhljóð almennt í forn-
máli nema heimildir bendi eindregið til annars. Sú er þó tæplega raunin;
flestar heimildir um j í fornmáli benda til þess að um samhljóð hafi verið
að ræða. Helsta undantekningin er að í fornum kveðskap stuðlaði j við
sér hljóð, en eins og fjallað verður um í 4. kafla virðist sennilegt að slík
stuðl un hafi byggt á hefð, ekki hljóðkerfislegum eiginleikum j að fornu.
Næst skal nefnt að líkt og önnur samhljóð í forníslensku gat j staðið á
undan mörgum mismunandi sérhljóðum, bæði stuttum og löng um, sbr.
bjartr, járn, jǫrð, ljótr, bjuggu/bjoggu, ljúga, sjau, en þó að vísu ekki á undan
frammæltum sérhljóðum í áhersluatkvæðum í eldri forn íslensku.17 Hins
Hljóðið é í yngri forníslensku 53
17 Aftar í orðum gat j staðið á undan e í myndum eins og seljendr. — Þess ber að gæta
að sambönd j og sérhljóðs í áhersluatkvæðum eru ekki samgermanskur arfur (nema í
undan tekningartilvikum eins og játa og jól), heldur hafa þau orðið til við málbreytingar á
frum norrænum tíma eða síðar. Smám saman hefur fjölbreytileiki sérhljóða á eftir j aukist
og þegar í yngri forníslensku kemur j fyrir á undan frammælta sérhljóðinu ö [œ] (< ø + ǫ),
til dæmis jörð (< jǫrð), og nokkru síðar á undan frammæltu u [ʏ] eftir frammælingu þess