Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 54
vegar voru nálægu hálfsérhljóðin, sem komu fyrir í hníg andi tví hljóð um,
öll bundin við stöðu á eftir einu tilteknu sérhljóði, sbr. au [ɔ], ei [e] og
ey [øy].
Einnig má líta til þess að þungi atkvæðis með samband j og sér hljóðs
í fornmáli réðst af lengd sérhljóðsins (og eftir atvikum af eftir farandi sam-
hljóðum), en j hafði þar ekki áhrif, sbr. dróttkvæðu vísuorðin í (5) þar sem
þriðja bragstaða er létt vegna þess að á undan fara tvær þungar. Þetta
kemur heim við að j hafi staðið í stuðli atkvæðisins en ekki í kjarna.
(5) a. hljót Yggs mjaðar njóta
(Einarr skálaglamm, Vellekla 36.4, Skaldic 1:328 )
b. borðvǫll Jaðar norðan
(Sighvatr Þórðarson, Flokkr um Erling 2.6, Skaldic 1:632)
c. andærr jǫtunn vandar
(Egill Skallagrímsson, Lausavísa 25.4, Skj B 1.47)
Þá er að nefna að í fyrstu þremur forníslensku málfræði ritgerð un um,
sem samdar voru á 12. og 13. öld, er fjallað um hálfsérhljóðið j (jafnan er
þar talað um „i“ með eðli samhljóðs). Eins og Konráð Gíslason hefur sýnt
fram á sker umfjöllun tveggja fyrstu ekki úr um það hvort greina beri
runur j og sérhljóðs í fornmáli sem hljóðasambönd eða tvíhljóð (sjá Konráð
Gíslason 1863:411–12). En Konráð bendir jafnframt á að í Þriðju málfræði -
ritgerð inni, sem er verk Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds (um 1210–1259), sé
skýr vís bending um að runur j og sérhljóðs hafi verið hljóðasambönd. Í
kafla um rím segir Ólafur (sjá Björn Magnússon Ólsen 1884:51):
Þessar hendingar þykja þá best falla ef tvær samstöfur eru í hvorri sögn
[orði] og hinn sami sé raddarstafur í fyrri samstöfu hvorrar sagnar og svo
samhljóðendur þeir sem fylgja, en öll ein hin síðari samstafa sem hér: allir,
snjallir.
Strax í kjölfarið tekur höfundur sem dæmi eftirfarandi runhendu línur úr
Háttatali Snorra Sturlusonar (sjá Björn Magnússon Ólsen 1884:51):
(6) Orms er glatt galla
með gumna spjalla
Eins og Konráð benti á sýnir þetta að samstöfurnar all- og snjall- (og gall-
og spjall-) voru álitnar hafa sama sérhljóð (raddarstaf) og að undanfarandi
Aðalsteinn Hákonarson54
úr [ʊ], til dæmis juku (úr eldra jóku). Í síðari alda máli kemur j einnig fyrir á undan [ɪ], sbr.
til dæmis myndina jykist sem þekkist í nútímamáli.
̯