Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 55
j skipti ekki máli þegar kom að rími. Á hinn bóginn, bætti hann við, gátu
gömlu hnígandi tvíhljóðin au, ei og ey ekki rímað við annað en sjálf sig í
aðal hendingum; ekki kom fyrir rím á borð við au : ú, ey : ý eða ei : í (Kon -
ráð Gíslason 1863:414). Í fornum kveðskap er ekki erfitt að finna hliðstæð
dæmi þar sem j tekur ekki þátt í rími með eftirfarandi sérhljóði, sbr. (7)
(sjá einnig Kahle 1892:51, Aðalstein Hákonarson 2010:85 og Hauk Þor -
geirs son 2013:53). Ef gert er ráð fyrir að rímið nái frá kjarna atkvæðisins
sýna þessi rím að j var utan kjarnans, þ.e. í stuðli.
(7) a. ógndjarfs, fyr kné hvarfa
(Sighvatr Þórðarson, Lausavísa 5.4, Skaldic 1:705)
b. Hǫrða gramr af jǫrðu (Einarr Skúlason, Geisli 15.8, Skaldic 7:20)
c. vndum lýð til fjánda (ónefnt skáld, Líknarbraut 28.6, Skaldic 7:258)
Loks má benda á að orðmyndir eins og jukum og jusum í fornmáli eru
vísbending um að runur j og sérhljóðs hafi verið sambærilegar við sam bönd
samhljóða og sérhljóða almennt. Þetta eru þátíðarmyndir fleirtölu af sögn -
unum auka og ausa, sem komið hafa í stað eldri myndanna jókum og jósum
(sagnir sem upphaflega mynduðu tvöföldunarþátíð, 7. flokkur sterkra sagna).
Nýju myndirnar hljóta að vera orðnar til fyrir áhrif frá þeim fjölda sagna
(af 2. og 3. hljóðskiptaröð, sbr. bjóða og svelta) sem höfðu u í stofni þátíðar
fleirtölu. Í öllu falli geta myndirnar jukum og jusum ekki verið hljóð réttar
og því kemur ekki annað til greina en að í forníslensku hafi áhrifsmyndun
valdið því að ó í þátíð fleirtölu þessara orða var skipt út fyrir u án þess að
það hefði áhrif á undanfarandi j (Aðalsteinn Hákonar son 2010:86).
Flest bendir þannig til þess að runur j og sérhljóðs hafi verið hljóða -
sambönd í fornmáli eins og í nútímamáli.
3.3 Útkoma tvíhljóðunar é var hljóðasamband
Komið hefur fram að almennt er litið á é í nútímamáli sem samband hljóð -
anna j og e, enda virðist engin ástæða til að telja é (= je) frábrugðið öðrum
samböndum j og sérhljóðs — nema ef vera skyldi ritun þess með „é“ í
nútímastafsetningu. Ritun „é“ fyrir umrætt hljóð var þó ekki tekin upp
fyrr en á 19. öld, í viðleitni til þess að færa ritmálið nær stafsetningu elstu
handrita, og varð hún síðan hluti af opinberri stafsetningu þegar hún kom
til sögunnar árið 1929 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959). Fram að því hafði
tíðkast að rita „ie“ eða „je“ fyrir é og nær sú venja óslitið aftur til 13. og 14.
aldar er fyrst var farið að rita „ie“ fyrir é.18
Hljóðið é í yngri forníslensku 55
18 Fyrst um sinn var rithátturinn „ie“ tíðari, en eftir því sem leið á tímabilið, sem um