Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 56
Stafsetning handrita virðist benda til þess að útkoma tvíhljóðunar é hafi
frá upphafi verið hljóðasamband fremur en tvíhljóð, enda er nær tæk ast að telja
fyrirmynd ritháttarins „ie“ fyrir é hafa verið ritun „i“ og sér hljóðs, til dæmis
„ia“ og „io“, fyrir j og sérhljóð í orðum eins og jaðarr, jǫkull, ljótr og sjá. Staf -
ur inn „i“ á undan sérhljóðum táknaði oftast hálf sér hljóðið j í fornmáli19 og
eðlilegt er að álíta að það hafi einnig gilt í tilviki „ie“ fyrir é. Þróun stafsetn-
ingar íslenskra handrita bendir til þess að breyt ingar hafi ekki orðið á rithætti
hljóða einungis af völdum breytinga á hljóð gildi þeirra, heldur hafi einnig
þurft að verða breyting á stöðu hljóðsins í hljóð kerfinu á þann hátt að skör-
un varð við önnur hljóð. Hér er því gert ráð fyrir að fyrri liður tvíhljóð aðs é
hefði ekki verið táknaður sérstaklega nema af því að hann féll saman við j.
Ónafngreindur ritrýnir bendir á að breyting é í hnígandi tvíhljóð, [ei],
hafi valdið því að farið var að rita það „ei“ og telur það sambærilegt við að
rita „ie“ fyrir rísandi tvíhljóð eins og [ɛ]. En sennilegra er að hnígandi tví -
hljóðið [ei] < é hafi verið ritað „ei“ vegna þess að það líktist gamla tví -
hljóðinu ei eða féll saman við það í einhverri mállýsku. Benda má á að tví -
hljóðun á í [au] og ó í [ou] olli ekki samfalli við önnur hljóð í kerfinu og
á og ó voru rituð á sama hátt eftir sem áður. Því má spyrja hvers vegna
breyting é [eː] í rísandi tvíhljóð á borð við [ɛ] hefði átt að valda breytingu
á rithætti fremur en tvíhljóðun á og ó. Hér er ekki rúm til að þaul skoða
orsakir ritháttarbreytinga en svo virðist þó sem í sögu íslenskrar staf -
setningar stafi þær jafnan af skörun í hljóðkerfinu (sjá umræðu hjá Hreini
Benediktssyni 2002). Af þeim sökum virðist eðlilegt að líta svo á að þegar
farið er að rita „ie“ hafi fyrri liður é verið sama hljóð og ritað var með „i“
í stöðu á undan sérhljóði, þ.e. j.
Vitnisburður kveðskapar bendir einnig til þess að é hafi verið hljóða -
samband þegar í yngri forníslensku. Fyrst má nefna sem dæmi stuðla -
setn ingu í kvæðinu Pétursdrápu sem talin er ort á seinni hluta 14. aldar
eða fyrri hluta 15. aldar. Eins og nánar verður fjallað um í 4. kafla hér á eftir
hættu skáld að mestu að stuðla j við sérhljóð um 1600, en úr því fór þó að
draga löngu fyrr og ýmis eldri skáld beittu ekki slíkri stuðlun. Í Péturs -
drápu, sem er 54 erindi, er að minnsta kosti eitt dæmi um að j stuðli við
sjálft sig, sjá (8a), en ekkert dæmi um að það stuðli við sérhljóð nema ef
stuðla þrenningin í (8b) væri álitin dæmi um það.20
Aðalsteinn Hákonarson56
ræðir, varð algengara að rita „je“. Lengst af töldust „i“ og „j“ tvö afbrigði sama bók stafs, en
notkunarsvið þeirra var ávallt nokkuð ólíkt (sjá Stefán Karlsson 1989:37, 44, 48).
19 Hann táknar sérhljóð í orðum eins og tíu og sía, en þetta er mun sjaldgæfara.
20 Ég þakka Hauki Þorgeirssyni fyrir að benda mér á þessi dæmi og heimildagildi þeirra.