Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 58
Eins og fyrr var nefnt sýnir vitnisburður kveðskapar að gera verður ráð
fyrir að é hafi verið langt hljóð á meðan forn skipan hljóðdvalar var í gildi.
Ef útkoma tvíhljóðunar é var samband j og sérhljóðs, eins og flest bendir
til, hefur sérhljóðið þá verið langt. Við hljóðdvalarbreytinguna féll síðari
liður é saman við upprunalegt stutt e og rím eins og í (9) er vísbending um
að hljóðdvalarbreytingin hafi verið hafin á 14. öld því að annars hefði
rímið verið ónákvæmt, sbr. (11).
(11) létt : sett
fyrir hljóðdvalarbreytinguna lj[ɛː]tt : s[ɛ]tt
eftir hljóðdvalarbreytinguna lj[ɛ]tt : s[ɛ]tt
Líkt og áður sagði virðist umrætt rím heimild um tvennt: (1) að ekki síðar
en á ofanverðri 14. öld hafi é verið orðið að hljóðasambandi og (2) að þá
hafi hljóðdvalarbreytingin verið hafin. Rétt er að gæta þess að fyrst báðar
þessar breytingar voru forsenda rímsins é : e er mögulegt að önnur þeirra
sé eldri. Venjulega er talið að síðarnefnda breytingin hafi hafist á 16. öld,
en hér er á ferð heimild um að hún sé nokkru eldri (sjá nánar í kafla 3.4
hér næst á eftir). Ef hljóðdvalarbreytingin hófst á síðari hluta 14. aldar
getur hljóða sambandið é hafa verið komið til sögunnar fyrr. Fram hefur
komið að rithátturinn „ie“ fyrir é birtist fyrst á 13. öld og náði mikilli
útbreiðslu á 14. öld.
3.4 Rímið é : e og aldur hljóðdvalarbreytingarinnar
Eins og getið var um í kafla 3.3 safnaði Björn K. Þórólfsson fjölda dæma
um rímið é : e í elstu rímum. Hann taldi þetta rím heimild um að útkoma
tví hljóð unar é hefði verið hljóðasamband, sem lýsa má sem [jɛː] (sjá kafla
2.7), en ekki eiginlegt tvíhljóð ([ɛ]) af því tagi sem Jóhannes L.L. Jó hanns -
son (sjá kafla 2.6) gerði ráð fyrir (sjá Björn K. Þórólfsson 1929a:238–40).
En jafnframt er athyglisvert að Björn (1929a:240) taldi að rímið é : e hefði
verið ónákvæmt — rím sérhljóða með sama hljóðgildi en ólíka lengd —
þegar um væri að ræða elstu rímur, þ.e. rímur frá 14. öld og fram á 16. öld.
Hann gerði sem sé ekki ráð fyrir að hljóðdvalarbreytingin hefði byrjað
nógu snemma til að umrætt rím hefði getað verið nákvæmt. En hvers vegna
fóru skáldin að ríma langt é við stutt e?
Björn taldi að þessi nýjung í rími hefði komið upp í kjölfar hljóð -
breytinga sem leiddu til þess að talsverður munur varð á hljóðgildi sér -
hljóða sem lengd hafði ein greint að í öndverðu, til dæmis á ~ a, ó ~ o, ú
~ u og í ~ i. Breytingarnar sem hann vísar til eru þær að stutt nálæg og
Aðalsteinn Hákonarson58