Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 60
(12) Hoskust nemi það hringa ey
(Ormars rímur Fraðmarssonar I.3, Haukur Þorgeirsson 2013:319)
Í (13) er vísuhelmingur úr Olgeirs rímum danska eftir Guðmund Berg -
þórsson (1657–1705) frá ofanverðri 17. öld. Hér mynda atkvæði, sem voru
létt að fornu, vi-(tum) og me-(ga), ris ein og sér, en það sést af því að á milli
þeirra og eftirfarandi riss er aðeins eitt atkvæði sem myndar hnig.
(13) En vér vitum efnin rík
sem allir mega skilja
(Olgeirs rímur danska I.41, Guðmundur Bergþórsson 1947:7)
Ætla má að þessi breyting á dreifingu atkvæða, sem til forna voru létt,
hafi stafað af lengingu stuttra sérhljóða í opnum atkvæðum, en ítarlegar
athuganir á þessu benda til þess að hún hafi gerst á 16. öld (sjá Björn K.
Þórólfsson 1929b og Kristján Árnason 1980:127 o.áfr.). Þessar athuganir
mæla hins vegar ekki gegn því að fyrir 16. öld hafi löng sérhljóð styst í
lokuð um atkvæðum eða stutt sérhljóð lengst á undan einu bakstöðu -
samhljóði.
Næst er að skoða nánar rímið é : e. Björn K. Þórólfsson safnaði dæm -
um um það í 40 rímum og rímnaflokkum sem tímasettir hafa verið frá
um 1350–1550 og fann alls 101 dæmi (1929a:236–7). Um var að ræða inn -
rím í átta tilvikum, en annars endarím. Rímið kom aðeins fyrir í eftir -
farandi orðgerðum: tvíkvæðum orðum þar sem á eftir sérhljóðinu fór
langt samhljóð, sbr. til dæmis fréttu : þetta, sbr. (9a), og einkvæðum orðum
þar sem á eftir sérhljóðinu fór eitt samhljóð, sjá (14a), samhljóðaklasi, sjá
(14b), eða langt samhljóð, sjá (14c).
(14) a. sér : mér : sker (Hjálmþérsrímur 6.31, Rs 2:42)
b. lént : brennt (Konráðsrímur 1.4, Wisén 1881:91)
c. stétt : sett (Sigurðar rímur fóts 4.7, Rs 2:307)
Athyglisvert er að ekki koma fyrir dæmi um rím é : e í tvíkvæðum orðum
þar sem á eftir áherslusérhljóðinu fer eitt samhljóð, til dæmis léti : geti, en
slíkt rím hefur orðið nákvæmt eftir lengingu stuttra sérhljóða í opnum
atkvæðum. Á 14. og 15. öld virðist rímið é : e einungis koma fyrir í orðum
þar sem langt sérhljóð styttist á undan löngum samhljóðum, eins og í
(14c), eða samhljóðaklösum, eins og í (14b), eða þar sem stutt sérhljóð
lengdist á undan einu bakstöðusamhljóði, eins og í (14a). Með öðrum
orðum má túlka heimildirnar þannig að þessar síðarnefndu breytingar
hafi byrjað þegar á 14. öld, en lenging stuttra sérhljóða í opnum atkvæðum
Aðalsteinn Hákonarson60