Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 61
ekki fyrr en á 16. öld. Heimildir um breytingar á lengd í norsku og
sænsku sýna að stutt sérhljóð lengdust gjarnan fyrr í einkvæðum orðum
en tvíkvæðum (sjá Hesselman 1901, Noreen 1904:123, Riad 1992:271
o.áfr., Kristoffersen 2011) og hið sama gildir um sumar háþýskar mál -
lýskur (sjá Naiditsch og Kusmenko 1992, Kusmenko 1995, Page 2001,
Seiler 2009).
Í þessu sambandi er rétt að nefna umfjöllun Hreins Benediktssonar
(2002) um rímið vá : o sem birtist fyrst í kveðskap frá 14. öld. Hér virðist
í fljótu bragði um að ræða rím langs (v)á [ɔː] við stutt o [ɔ]. Fyrir 16. öld
kemur þetta rím ekki fyrir í tvíkvæðum orðum með opnu áhersluatkvæði
heldur einungis í orðum af sama tagi og rímið é : e kemur fyrir í (sjá Hrein
Benediktsson 2002:234–6), sjá dæmi í (15).
(15) -kván : son (Filippó rímur 5.1, Wisén 1881:30)
hvárki : orkaz (Geirarðsrímur 6.4, Rs 2:508)
Líkt og Björn í tilviki rímsins é : e áleit Hreinn að skáldum hefði þótt í
lagi að ríma vá við o vegna þess að einungis munaði lengd en hljóðgildið
var hið sama.22 En hér kemur einnig til greina sú skýring að þegar á 14.
öld hafi orðið lengdarbreytingar í ákveðnu umhverfi sem leiddu til þess að
rímið vá : o varð reglulegt í sumum orðgerðum.
4. Breyttist j í önghljóð?
Í 2. kafla kom fram að sumir fræðimenn hefðu gert ráð fyrir að hálf sér -
hljóðið j í forníslensku hefði breyst í önghljóð á leið til nútímamáls. Í
mörg um ritum um hljóðfræði nútímaíslensku er j enn fremur flokkað
sem raddað önghljóð (Kress 1937:142, 1963:19, Björn Guðfinnsson 1946:
45, Árni Böðvarsson 1975:71, Magnús Pétursson 1976:36, Eiríkur Rögn -
valds son 1989:30, Kristján Árnason 2005:161).23
Í hljóðfræði er hefð fyrir því að greina á milli raddaðs önghljóðs og
sam svarandi hljómanda (sem ýmist kallast nándarhljóð (e. approximant)
eða hálfsérhljóð (e. semivowel)) út frá því hvort hljóðið er núningshljóð eða
ekki (sjá til dæmis Sievers 1893:70 o.áfr., Catford 1977:119 og Ladefoged
og John son 2011:14–15). Hljóð sem er myndað með því að þrengja að loft-
Hljóðið é í yngri forníslensku 61
22 Í grein Hreins er þó hvergi minnst á hliðstæðuna við rímið é : e.
23 Eins og hefð er fyrir í skrifum um íslensku er hljóðið j í þessum ritum jafnan táknað
með [j] sem í hljóðritunarstafrófi International Phonetic Association — IPA stendur fyrir
framgómmælt hálfsérhljóð. IPA-táknið fyrir framgómmælt önghljóð er [ʝ].