Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 62
inu þannig að það streymir í gegnum lítið op eða öng er núningshljóð ef
í önginni myndast iðustreymi (e. turbulence). Það er meginuppspretta
(e. source) núningshljóðsins (eina uppsprettan ef það er óraddað), sem á
íslensku kallast önghljóð, en er á öðrum málum gjarnan kennt við nún ing -
inn (til dæmis e. fricative, þ. Frikativ). Mikilvægt er að því minna sem
öngin þrengir að streymi loftsins, þ.e. hljóðmyndun er veikari, því meira
loft þarf að flæða um öngina til þess að iðustreymi myndist. Án iðu -
streymis er ekki um núningshljóð að ræða heldur hljómanda (nándar-
hljóð) því að þá er uppspretta hljóðsins einungis sveiflur raddbandanna
sem endur óma í raddveginum (e. vocal tract).
Í fyrrnefndum ritum, þar sem j í íslensku er flokkað sem önghljóð, er
ekki tekið fram að við myndun þess heyrist núningshljóð. Ekki var þó
endilega við því að búast að það væri nefnt sérstaklega. Í sumum þeirra er
öng hljóðum þó almennt lýst sem núningshljóðum (Björn Guðfinnsson
1946:16, 21, Árni Böðvarsson 1975:67–68, Eiríkur Rögnvaldsson 1989:30
og Kristján Árnason 2005:157). Kristján Árnason bætir að vísu við að
hljóð myndun raddaðra önghljóða í íslensku sé oft svo veik að til greina
komi að flokka þau sem nándarhljóð (2005:158–9, sjá einnig 2011:106–
7) og í sama streng taka Höskuldur Þráinsson (1994:147) og Eiríkur
Rögn valds son (2013:16, 31, 37). Hvað j snertir er þessi skoðun að vísu
ekki ný. Kemp Malone þótti j í nútímaíslensku einnig mjög „vocalic in its
characteristics“ (1923:103) og svipaða sögu er að segja um Björn K. Þór -
ólfsson. Reyndar hélt Björn því fyrst fram að hálfsérhljóðið j hefði breyst
í önghljóð á leið til nútímamáls (1925:xxv–xxvi), en síðar dró hann í land:
„[ekki er rétt] að í íslensku nútíðarmáli sje j ávalt hreint blásturshljóð. Svo
er ekki nema þegar j stendur á milli tveggja sérhljóða, í orðum eins og æja
og eyja; annars er íslenskt j of sjerhljóðskent til þess að geta heitið blásturs -
hljóð“ (1929a:240 nmgr.).
Bruno Kress lýsir j sem raddaðri samsvörun óraddaða önghljóðsins [ç],
en bætir við: „Auch ist die Engenbildung am harten Gaumen nicht so
stark ausgeprägt wie bei [ç] und verschieden je nach der Natur des vor-
hergehenden Lautes und der Stellung“ (Kress 1937:142). Að hans mati er
öngin „stark ausgeprägt“ í framstöðu og inni í orðum á milli sérhljóða. Á
eftir samhljóðum er, að dómi Kress, öngin því greinilegri sem hljómmagn
undan farandi samhljóðs er minna og raunar telur hann að aðeins eigi að
flokka j sem önghljóð þar sem á undan því fari lokhljóð eða óraddað öng -
hljóð, þ.e. /p, t, d, b, f, þ/ eða /s/. Hins vegar sé j hálfsérhljóð í stöðu á
eftir rödduðu hljóðunum /v, m, n, l/ og /r/ og „nach dem stimmhaften
Absatz der anlautenden“ /hn, hl/ og /hr/ (Kress 1937:142–43). Kress
Aðalsteinn Hákonarson62