Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 63
tekur ekki fram að j á eftir lokhljóðum og órödduðum önghljóðum sé
núnings hljóð, heldur segir hann einungis að í þessu umhverfi sé öngin
greini legri en annars. Hann skýrir þennan mun þannig að j sé eðlilegt að
hafa mikið hljómmagn í stöðu á eftir /v, m, n, l/ og /r/ í sama atkvæði
(Kress 1937:143). Hér er greinilegt að Kress gerir ráð fyrir að íslensk hljóð-
skipun taki mið af vel þekktri tilhneigingu í tungumálum: hljóð raðast
gjarnan í atkvæði þannig að hljóð með meira hljómmagn eru næst kjarna
atkvæðisins, en hljóð með minna hljómmagn á jöðrum þess. Í nýlegum
ritum er þessi meginregla gjarnan kölluð, á ensku, Sonority Sequencing
Principle (sjá til dæmis Clements 1990). Hún hefur lengi verið þekkt og
styðst Kress töluvert við hana í riti sínu, meðal annars í greiningu á at -
kvæða skiptingu í íslensku (1937:7 o.áfr.).
Mér vitanlega hefur ekki verið gerð sérstök hljóðfræðileg rannsókn á
eðli j í íslensku, en eins og hér hefur verið rakið virðist það tilfinning
flestra, sem gefið hafa því einhvern gaum, að hljóðmyndun þess sé veik.
Og eins og áður sagði eru skilyrði til myndunar núningshljóðs því óhag -
stæð ari sem hljóðmyndun er veikari vegna þess að loftstreymið um öng-
ina þarf þá að vera sífellt meira til að núningshljóð myndist. Mín eigin til-
finn ing er sú að j sé ekki núningshljóð nema í mjög skýrum framburði
fremst í orðum og á milli sérhljóða.
Ef raunin er sú að myndun j í nútímaíslensku sé yfirleitt of veik til
þess að það myndist núningshljóð og útkoman er oftast nær nándarhljóð
(hálf sérhljóð) virðist jafnframt vafasamt að hljóðgildi j í nútímamáli hafi
sætt umtalsverðri breytingu frá því sem var í fornmáli. Enda er varla lang-
sótt að gera ráð fyrir að í fornmáli hafi einnig verið breytileiki í framburði
j sem meðal annars réðst af því hve skýrlega var mælt. Á hinn bóginn
verður að gæta að því að hugmyndin um önghljóðun j hefur verið talin
skýra ákveðnar breytingar í bæði stafsetningu og kveðskap. Því er rétt að
skoða hvort unnt sé að skýra þær öðruvísi.
Fyrst er að nefna að frá 13. öld eru dæmi um að skrifarar rugli „saman
í rithætti g-i (eftir sjerhljóð) og j-i“ (Björn K. Þórólfsson 1925:xxv). Þetta
eru dæmi eins og „orcnaýgiar“ Orkneyjar (í AM 325 II 4to frá um 1200–
1249, sjá Dahlerup 1880:xxvii) og „gyiar“ gýgjar (í Holm perg 2 4to frá um
1250–1300, 57v35). Í helgikvæðum frá 14. öld og elstu rímum eru jafn -
framt hendingar eins og frægja : tæjandi (Arngrímur Brandsson, Guð -
mundar drápa 46.8, Skj B 2:384) og beygja : deyja (Völsungs rímur 3.7, Rs
1:327). Björn K. Þórólfsson áleit að slík dæmi sýndu að „gamalt blásturs
g“ ([ɣ]) á eftir sérhljóðum, en á undan i og j, hefði tekið að breytast í j á 13.
öld (1925:xxxiii).
Hljóðið é í yngri forníslensku 63