Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 65
Í forníslenskum kveðskap er algengt að j stuðli við sérhljóð, en sú
venja mun að mestu hafa lagst af um 1600 (Ragnar Ingi Aðalsteinsson
2010:214). Talið hefur verið að þetta stafaði af breytingu hálfsérhljóðsins
j í önghljóð (Jóhannes L.L. Jóhannsson 1924:14, Björn K. Þórólfsson
1925:xxv–vi). Hins vegar hefur Haukur Þorgeirsson nýlega sýnt fram á
að þegar á 14. öld (og mögulega enn fyrr) var tekið að draga úr tíðni
stuðl unar j við sérhljóð (2013:44, 55). Að mati Hauks bendir þetta til þess
að slík stuðlun hafi aldrei verið hljóðkerfislega eðlileg, heldur frá upphafi
verið hefðar regla. Í frumnorrænu hafði frumgermanskt *j fallið brott í
fram stöðu, en í síðfrumnorrænu varð aftur til j í framstöðu við klofn-
ingu, *e > ja, jǫ, og þróun tvíhljóðsins *eu í hljóðasamböndin jó og jú. Í
kjöl farið kann að hafa skapast sú hefð að stuðla j við sérhljóð (2013:53–
6).
5. Niðurlag
Í þessari grein hefur verið fjallað um útkomu tvíhljóðunar é sem í hand-
ritum birtist þannig að farið er að rita „ie“ (og stöku sinnum „ié“) fyrir é í
stað „e“ (eða, sjaldnar, „é“) áður. Farið var yfir það helsta sem ritað hefur
verið um þróun é í 2. kafla. Þar kom fram að sumir fræðimenn hafa gert
ráð fyrir að útkoman hafi verið hljóðasamband j og langs einhljóðs, sem
tákna má [jɛː], en aðrir hafa talið að um eiginlegt tvíhljóð hafi verið að
ræða, þ.e. hljóð í líkingu við [ɛ]. Einnig hafa fræðimenn oft gert ráð fyrir
að j, sem var hálfsérhljóð í fornmáli, hafi á leið til nútímamáls breyst í
öng hljóð. Í 3. kafla var bent á heimildir um að sambönd j og sérhljóðs í
forn máli hafi verið hljóðasambönd og færð rök fyrir því að útkoma tví -
hljóð unar é hafi þegar í fornmáli verið hljóðasamband en ekki eiginlegt
tvíhljóð. Þar var enn fremur, í umræðu um rímið é : e, sem fyrst kemur
fram seint á 14. öld, sýnt fram á að ástæða er til að endurmeta viðtekna
tímasetningu hljóð dvalar breytingarinnar. Í 4. kafla var rætt um hljóðið j í
nútímamáli og bent á að ýmis rök hníga að því að greina það sem nándar-
hljóð (hálf sérhljóð). Því sé vafasamt að telja forníslenskt j hafa breyst í
önghljóð á leið til nútímamáls. Jafnframt var sýnt fram á að breytingar í
stafsetningu og kveð skap, sem skýrðar hafa verið sem afleiðing af öng-
hljóðun j, megi skýra á annan hátt.
Hljóðið é í yngri forníslensku 65