Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 76
Markmiðið er annars vegar að sýna hvað er líkt og ólíkt með frændtung-
unum tveimur að þessu leyti og hins vegar að setja niðurstöðurnar í sam-
hengi við fræðilegar kenningar um tengsl atviksorða við önnur orð og liði
í setningum.
Cinque (1999) setti fram fræga kenningu um röð atviksorða og atviks-
legra orðasambanda í tungumálum heimsins. Til einföldunar verður
talað um atviksorð hér á eftir, hvort sem um er að ræða stök atviksorð
eða at viks leg orðasambönd sem mynda merkingarlega heild. Samkvæmt
kenningu Cinques ákvarðast röð atviksorða af merkingu og henni er lýst
með ákveðnu stigveldi (e. hierarchy, sjá nánar 2. kafla). Gögnin sem hér
eru kynnt sýna að innbyrðis raðir miðlægra atviksorða sem samræmast
stigveldi Cinque fá almennt mun betri dóma í báðum málum en þær
raðir sem samræmast ekki stigveldinu. Þannig samþykkja t.d. mun fleiri
færeyskir málhafar (1a) og (2a) heldur en (1b) og (2b) en munurinn er
reyndar ekki alltaf eins afdráttarlaus og búast mætti við miðað við stig-
veldiskenninguna. Í sumum tilvikum virðast stífari hömlur á orðaröð í
færeysku en íslensku. Sú niðurstaða kemur vel heim og saman við fyrri
rannsóknir sem benda til þess að reglur um orðaröð séu að einhverju
leyti fastmótaðri í færeysku (sjá Ásgrím Angantýsson 2016 og rit sem þar
er vísað til).
Skipulagið er sem hér segir. Í kafla 2 er sagt frá þeim atviksorðum sem
umfjöllunin miðast við og sagt stuttlega frá formgerðarhugmyndum sem
oft er gengið út frá í fræðilegri umræðu um atviksorð og atviksleg orða -
sambönd. Í kafla 3 eru settar fram og ræddar niðurstöður úr spurninga-
könnunum sem höfundur lagði fyrir á Íslandi 2015 og 2017 og í Færeyjum
2016. Í kafla 4 eru lokaorð.
2. Fræðilegur bakgrunnur
Í öllum málum eru einhvers konar atviksorð sem tengjast yfirleitt aðal-
sögninni í setningunni á merkingarlegan hátt og lýsa atvikum: Gítar leik -
ar inn spilaði vel. Meðal þess sem málfræðingar hafa fjallað um er eftirfar-
andi (sjá almenna umfjöllun um atviksorð hjá Jackendoff 1972, Travis
1988, Alexiadou 1994, 1997, Cinque 1999, Nielsen 2000, Ernst 2002,
2004, 2007, Svenonius 2002, Pittner o.fl. (ritstj.) 2015; um atviksorð í
íslensku má m.a. lesa hjá Sveini Bergsveinssyni 1969, Jóhannesi Gísla
Jónssyni 2002, Kristínu Jóhannsdóttur 2005 og Höskuldi Þráinssyni 2005:
123–137 og 2007:37–40, 79–87):
Ásgrímur Angantýsson76