Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 88
Lýsa má formgerðarfalli sem falli sem ræðst af setningarlegri stöðu en
ekki eiginleikum tiltekinna sagna. Almennt má segja að frumlag sem fær
formgerðarfall sé í nefnifalli en andlag sem fær formgerðarfall sé í þolfalli
(sjá t.d. umræðu hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni 1997–1998); hér verður
stund um orðið formgerðarþolfall notað í þessu samhengi. Formgerðarfall
ræðst af setningagerð en orðasafnsfall ræðst aftur á móti af því hvaða
sagnir eiga í hlut.3 Ef t.d. um sögnina hjálpa er að ræða fær andlag hennar
þágufall í germynd, sjá (1a); í þolmynd varðveitist þágufallið á nafnliðnum
sem svarar til andlags í germynd, sjá (1b). Varðveisla falls í þolmynd er
einmitt höfð til marks um að þágufall í íslensku sé orðasafnsfall. Frumlag
hjálpa í germynd stendur hins vegar í nefnifalli, sjá nafnliðinn ég í (1a), en
það hefur ekki að gera með sögnina sem slíka heldur setningagerðina,
enda er nefnifall flokkað sem formgerðarfall.
Í germyndarsetningunni í (2a) stendur andlagið í þolfalli. Í (2b) er
sam svarandi þolmyndarsetning þar sem nafnliðurinn sem var í andlags-
sæti í (2a) er í frumlagssæti. Hér kemur eitt aðaleinkenni formgerðar-
falls í ljós: Andlagið í (2a) fær þolfall vegna setningafræðilegrar stöðu
þess en í samsvarandi þolmyndarsetningu, þ.e. (2b), fær nafnliðurinn
nefnifall þar eð hann er frumlag setningarinnar. Með hliðsjón af ger-
myndarsetningunni í (2a) er fall nafnliðarins í þolmyndarsetningunni í
(2b) ekki varð veitt. Fall nafnliðanna í þessum setningum, nefnifall og
þolfall, er samkvæmt þessum hugmyndum ekki í beinum tengslum við
sérstaka fallstjórn sagnarinnar lesa sem slíkrar en aftur á móti hefur
t.a.m. sögnin hjálpa (en ekki formgerð setningarinnar) þann eiginleika
að hún stýrir því að andlag hennar er í þágufalli. Í (1) sést einmitt að fall
andlags sagnarinnar hjálpa í germyndarsetningunni í (1a) er varðveitt í
samsvarandi þolmyndarsetningu í (1b); þetta er til marks um að þágufall
er ekki formgerðarfall heldur orðasafnsfall, eins og áður var vikið að.
Við þurfum að læra sérstaklega hvaða falli sögnin hjálpa stýrir á andlagi
sínu — líta má svo á að þetta sé hluti upplýsinga orðasafnsins í huga
okkar (Jóhannes Gísli Jónsson 1997–1998:20) — en við þurfum hins
vegar ekki að læra sérstaklega að sögnin lesa tekur með sér þolfall á and-
lagi í germynd þar sem það er formgerðarfall, fall andlagsins ræðst af
formgerðinni.
Einar Freyr Sigurðsson88
3 Það er rétt að geta þess að málfræðingar eru ekki allir á einu máli um skiptinguna í
formgerðarfall og orðasafnsfall. Þannig telur Jóhanna Barðdal (2011) ekki rétt að gera ráð
fyrir slíkri skiptingu.