Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 95
Meginniðurstaða þessa kafla er þá sú að óbein andlög varðveita þágu-
fall frekar en bein andlög í þolmynd í færeysku.8 Fyrir var svo vitað að
orðasafnsfall varðveitist mun frekar í þolmynd í íslensku en færeysku.
Hér er rétt að minna á að þegar aðeins einn nafnliður er rökliður sagnar
er ekki sjálfgefið að hann sé beint andlag. Því var haldið fram hér að ofan
að þágufallsliður takka sé óbeint andlag en þágufallsliður hjálpa beint and-
lag. Þessi greining á takka er hliðstæð greiningu Wasows (1977) á thank
sem getið var um að ofan en hann hélt einnig fram að help tæki með sér
óbeint andlag. Það kann því að vera að það sé mismunandi eftir tungumál-
um hvort sagnir á borð við þakka og hjálpa taki með sér bein eða óbein
andlög og það þarfnast frekari rannsókna.9
Í næsta kafla beinum við sjónum okkar að varðveislu þolfalls í tilvist-
arnafnháttum. Þar kemur svipað mynstur í ljós: Íslenska varðveitir fall
þar sem færeyska gerir það ekki.
3. Varðveisla þolfalls í tilvistarnafnháttum
Í (17) getur að líta setningagerð, sem ég kalla tilvistarnafnhætti, sem lætur
lítið yfir sér en er ákaflega áhugaverð þegar betur er að gáð. Setningagerð
þessi hefur einkum verið rannsökuð af Halldóri Ármanni Sigurðssyni
(1989, 2006), Wood (2015, 2017) og Margréti Jónsdóttur (1999). Wood
(2015) talar um tilvistarþolfall (e. existential accusatives) í þessu samhengi
vegna „tilvistarlegrar“ merkingar setningagerðarinnar annars vegar og
hins vegar vegna þess að þolfall er varðveitt (og þar að auki er þágufall og
eignarfall varðveitt).
Fallvarðveisla í færeysku og íslensku 95
8 Þórhallur Eyþórsson o.fl. (2012) reyna að skýra þann mun sem er á íslensku og fær-
eysku m.t.t. varðveislu falls og jafnframt hvers vegna fall varðveitist stundum í þolmynd en
stundum ekki. Þau halda því fram að skipta megi orðasafnsfalli í tvennt, sterkt og veikt,
þar sem sterkt fall varðveitist í þolmynd en veikt fall geri það ekki. Samkvæmt þessum
hugmyndum hefur íslenska sterkt orðasafnsfall en færeyska bæði sterkt og veikt.
9 McFadden (2004:kafli 4.4) færði sömuleiðis rök fyrir því að rökliður helfen ‘hjálpa’
í þýsku, sem er í þágufalli, væri grunnmyndaður í stöðu óbeins andlags. Þess má geta að
hann hélt þessu einnig fram um sögnina glauben ‘trúa’, sem tekur með sér röklið í þágufalli.
Það er athyglisvert í ljósi þess að Höskuldur Þráinsson o.fl. (2012) nefna sambærilega sögn,
trúgva ‘trúa’, sem eina fjögurra sagna sem varðveita þágufall í þolmynd í færeysku en hér
að framan var því einmitt haldið fram að þágufall væri frekar varðveitt í þolmynd á óbein-
um en beinum andlögum í færeysku. Það kann því að vera að trúgva, eins og glauben í
þýsku, taki með sér óbeint andlag.