Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 95

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 95
 Meginniðurstaða þessa kafla er þá sú að óbein andlög varðveita þágu- fall frekar en bein andlög í þolmynd í færeysku.8 Fyrir var svo vitað að orðasafnsfall varðveitist mun frekar í þolmynd í íslensku en færeysku. Hér er rétt að minna á að þegar aðeins einn nafnliður er rökliður sagnar er ekki sjálfgefið að hann sé beint andlag. Því var haldið fram hér að ofan að þágufallsliður takka sé óbeint andlag en þágufallsliður hjálpa beint and- lag. Þessi greining á takka er hliðstæð greiningu Wasows (1977) á thank sem getið var um að ofan en hann hélt einnig fram að help tæki með sér óbeint andlag. Það kann því að vera að það sé mismunandi eftir tungumál- um hvort sagnir á borð við þakka og hjálpa taki með sér bein eða óbein andlög og það þarfnast frekari rannsókna.9 Í næsta kafla beinum við sjónum okkar að varðveislu þolfalls í tilvist- arnafnháttum. Þar kemur svipað mynstur í ljós: Íslenska varðveitir fall þar sem færeyska gerir það ekki. 3. Varðveisla þolfalls í tilvistarnafnháttum Í (17) getur að líta setningagerð, sem ég kalla tilvistarnafnhætti, sem lætur lítið yfir sér en er ákaflega áhugaverð þegar betur er að gáð. Setningagerð þessi hefur einkum verið rannsökuð af Halldóri Ármanni Sigurðssyni (1989, 2006), Wood (2015, 2017) og Margréti Jónsdóttur (1999). Wood (2015) talar um tilvistarþolfall (e. existential accusatives) í þessu samhengi vegna „tilvistarlegrar“ merkingar setningagerðarinnar annars vegar og hins vegar vegna þess að þolfall er varðveitt (og þar að auki er þágufall og eignarfall varðveitt). Fallvarðveisla í færeysku og íslensku 95 8 Þórhallur Eyþórsson o.fl. (2012) reyna að skýra þann mun sem er á íslensku og fær- eysku m.t.t. varðveislu falls og jafnframt hvers vegna fall varðveitist stundum í þolmynd en stundum ekki. Þau halda því fram að skipta megi orðasafnsfalli í tvennt, sterkt og veikt, þar sem sterkt fall varðveitist í þolmynd en veikt fall geri það ekki. Samkvæmt þessum hugmyndum hefur íslenska sterkt orðasafnsfall en færeyska bæði sterkt og veikt. 9 McFadden (2004:kafli 4.4) færði sömuleiðis rök fyrir því að rökliður helfen ‘hjálpa’ í þýsku, sem er í þágufalli, væri grunnmyndaður í stöðu óbeins andlags. Þess má geta að hann hélt þessu einnig fram um sögnina glauben ‘trúa’, sem tekur með sér röklið í þágufalli. Það er athyglisvert í ljósi þess að Höskuldur Þráinsson o.fl. (2012) nefna sambærilega sögn, trúgva ‘trúa’, sem eina fjögurra sagna sem varðveita þágufall í þolmynd í færeysku en hér að framan var því einmitt haldið fram að þágufall væri frekar varðveitt í þolmynd á óbein- um en beinum andlögum í færeysku. Það kann því að vera að trúgva, eins og glauben í þýsku, taki með sér óbeint andlag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.