Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 96
(17) Íslenska
a. Ólaf (þf.) var hvergi að finna.
b. Þessu (þgf.) var ekki að heilsa.
c. Skipsins (ef.) er ekki að vænta fyrr en á morgun.
(Halldór Ármann Sigurðsson 1989:204)
Feitletruðu nafnliðirnir í (17) eru grunnmyndaðir í andlagssæti sagnarinn-
ar sem stendur í nafnhætti. Þessir nafnliðir færast í frumlagssæti í þessari
setningagerð eins og hægt er að sýna fram á með notkun já-/nei-spurn-
inga, sjá (18):10
(18)a. Var Ólaf (þf.) hvergi að finna?
b. Var því (þgf.) ekki að heilsa? (Wood 2017:266–267)
c. Er skipsins (ef.) ekki að vænta fyrr en á morgun?
Fallið á feitletruðu liðunum (17)–(18) er það sama og þessar sagnir úthluta
í hefðbundnum germyndarsetningum, sjá (19) (sbr. Wood 2015), og því
tölum við hér um að fall sé varðveitt í setningagerðinni.
(19)a. Ég fann Ólaf (þf.).
b. Ég heilsaði Ólafi (þgf.).
c. Ég vænti skipsins (ef.).
Í (17b,c) og (18b,c) má sjá dæmi um að þágufall og eignarfall (orðasafns-
fall) varðveitist í setningagerðinni, rétt eins og í þolmynd í íslensku. Þótt
varðveisla falls minni hér á þolmynd er mikilvægur munur á henni og til-
vistarnafnháttum: Í þolmynd varðveitist þolfall ekki en eins og sjá má í
(17a) og (18a) varðveitist þolfall á röklið sem færist í frumlagssæti úr and-
lagssæti nafnháttarsetningarinnar.
Í íslensku geta þolfallsliðir stundum færst í frumlagssæti þegar þol-
fallið er orðasafnsfall; dæmi um það er t.d. að finna í setningunni Mig
langar að fara. Þolfallið í (17a) og (18a) virðist þó ekki vera orðasafnsfall
heldur formgerðarþolfall, eins og Wood (2015) heldur fram, enda geta
nafnliðir eingöngu staðið í þolfalli í þessari setningagerð ef sögnin í nafn-
háttarsetningunni úthlutar formgerðarþolfalli í hefðbundinni germynd.
Þannig tekur finna með sér andlag í þolfalli í germynd, sbr. Ég finn Ólaf
hvergi, og hið sama er að segja um sagnirnar sjá, sækja, fá, segja, hafa og
Einar Freyr Sigurðsson96
10 Já-/nei-spurningar eru gjarnan notaðar sem frumlagspróf í íslensku en ekki verður
farið nánar út í það hér hvernig á því stendur. Aðalmálið er að nafnliðurinn sem fer næst á
eftir persónubeygðu sögninni í (18) er í frumlagssæti setningarinnar.