Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 97
rekja. Allar þessar sagnir eru mögulegar í setningagerðinni, eins og sýnt
er í (20), og þar er þolfall varðveitt eins og sjá má á feitletruðu liðunum.
(20)a. Engan mann var að sjá. (Halldór Ármann Sigurðsson 1989:203)
b. … að þarna er mikinn hagnað að sækja.
c. Úti er engan að sjá nema úrillan mann …
d. … þar sem enga aðra hjálp var að fá.
e. Svipaða sögu var að segja af hinum textunum.
f. … að brennistein var að hafa á ýmsum háhitasvæðum á öræfum
Íslands.
g. Það er enga augljósa slóð að rekja í Þingvallamálinu.
(Wood 2015)
Það að formgerðarþolfall varðveitist kemur á óvart enda kom fram í 1. og
2. kafla að það varðveitist ekki í þolmynd — þar sem það færist úr and-
lagssæti í frumlagssæti í setningum á borð við (2b) Bókin var lesin.
Í sambærilegri setningagerð í færeysku varðveitist enda formgerðar -
þolfall ekki. Formgerðarþolfall varðveitist í íslensku gerðinni en samsvar-
andi rökliður í frumlagssæti fær nefnifall í færeyskum tilvistarnafnhátt-
um, sjá (21).
(21) Færeyska
a. Bátur var eingin at vænta […] (https://goo.gl/No9zgs)
b. Beint nú er eingin at síggja […] (http://goo.gl/p6WZTi)
c. […] og tá hesin er burtur, er ongin at seta ístaðin.
(http://goo.gl/vcy7bV)
d. […] studningur var eingin at fáa
(http://runeberg.org/lesibok/0427.html)
e. Luktur var eingin at merkja. (https://goo.gl/NouzwG)
f. Her skuldu teir stóru laksarnir eftir røttum hildi[ð] til, men í dag
var eingin at hitta (http://goo.gl/X20cjO)
g. Hendan greinin er at lesa á in.fo í dag (http://goo.gl/b0fz9W)
Allar aðalsagnirnar í (21) (vænta, síggja ʻsjá’, seta ʻsetja’, fáa ʻfá’, merkja, hitta,
lesa) stýra þolfalli á andlagi sínu í hefðbundnum germyndarsetningum í
færeysku en hér fær rökliðurinn, sem er feitletraður í dæmunum í (21),
nefnifall.
Eftir því sem ég best veit hefur þessi setningagerð ekki verið rann-
sökuð í færeysku. Frumlagsfall í færeysku, sem og í íslensku, hefur aftur
á móti verið mikið rannsakað. Ýmsar athuganir og rannsóknir hafa leitt í
ljós að þolfallsfrumlög eru á mjög miklu undanhaldi í færeysku (t.d. Peter -
Fallvarðveisla í færeysku og íslensku 97