Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 100
(26)a. honum er ikki at eggja ‘hann er fúsur (til verka)’
(Føroysk orðabók á netinu, http://goo.gl/t2Ulyl)
b. honum er ikki at eggja ‘it is unnecessary to persuade him (to under-
take some enterprise or other)’
(Føroysk-Ensk ordabók, http://goo.gl/xmJymL)
c. Lívinum er at bjarga — tað er eittans. (https://goo.gl/AcWQlq)
Sagnirnar eggja ʻbrýna, hvetja’, og bjarga taka með sér þágufallsandlag í
færeysku og það er varðveitt í setningagerðinni í (26) en þar eru feit-
letruðu liðirnir alltaf í þágufalli.
Mér er ekki alveg ljóst hvort dæmin í (26) hafi sömu eða sambærilega
merkingu og dæmin í (21) hér að ofan. Rétt er að geta þess að þeir málhafar
sem ég hef rætt við um svona dæmi þar sem þágufall er varðveitt eru ekki
mjög hrifnir af þeim — ástæðan virðist þó ekki vera sú að þeir kjósi frekar
nefnifall í stað þágufalls í þessum dæmum. Ég tel rétt að skoða þetta nánar
en þá væri mjög áhugavert að sjá hvort það er munur á óbeinum og beinum
andlögum og hvort þágufall varðveitist bæði þegar nafnliðurinn færist í
frumlagssæti og þegar hann er kyrr í nafnháttarsetningunni.
Sumar tilgátur gera ráð fyrir að nefnifall sé forsenda úthlutunar þol-
falls (t.d. Yip, Maling og Jackendoff 1987, Marantz 1991, Halldór Ár -
mann Sigurðsson 2003, Wood 2017). Samkvæmt þessum hugmyndum
bendir þá þolfall í íslenskum dæmum eins og Ólaf var hvergi að finna til
ósagðs nefnifallsfrumlags í nafnháttarsetningunni (Wood 2015). Aftur á
móti er mögulegt að það sé ekkert frumlag í færeysku setningagerðinni —
færeyska gerðin væri þá hugsanlega nokkurs konar þolmynd. Það að þol-
fall varðveitist ekki í tilvistarlegum nafnháttarsetningum í færeysku
minnir einmitt um sumt á þolmynd. Þó er enginn lýsingarháttur í þessum
dæm um sem alla jafna einkennir þolmynd. Av-/af-liðir sem vísa til ger-
anda eru annað einkenni á þolmynd. Í þolmyndardæminu í (27) er aðal-
sögnin í lýsingarhætti, rannsakað, og þar er af-liður sem vísar til geranda,
af lögreglunni (merking setningarinnar í (27) er að lögreglan (gerandi) hafi
rannsakað málið).
(27) Íslenska
Málið var rannsakað af lögreglunni.
Þetta er því augljóslega dæmi um þolmynd. Í íslensku eru hins vegar ýms ar
setningagerðir sem leyfa af-liði sem vísa til geranda þrátt fyrir að lýsingar -
háttur sé ekki notaður, sbr. eftirfarandi dæmi.
Einar Freyr Sigurðsson100