Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 101
(28)a. Það þyrfti að rannsaka þetta mun betur af fræðimönnum.
b. Hatursræðu er hægt að tjá munnlega eða í skriflegu formi af hverj-
um sem er […]
c. Það þótti því sjálfsagt að láta skoða það af færustu mönnum […]
(Einar Freyr Sigurðsson 2012:5, 92)
Í þessum dæmum eru af-liðir tækir með sögnum í nafnhætti. Í (28a) er
t.d. sögnin rannsaka í nafnhætti, ólíkt (27) þar sem hún var í lýsingarhætti
í hefðbundinni þolmyndarsetningu. Engu að síður er hér tækt að nota af-
lið sem vísar til geranda: Merking setningarinnar er þá eitthvað á þá leið
að það sé mikilvægt að fræðimenn (gerandi) rannsaki „þetta“ mun betur.14
Ef tilvistarnafnhættir eru eins konar þolmynd í færeysku, þar sem
formgerðarþolfall varðveitist ekki, en ekki íslensku, þar sem það varðveit-
ist, gætum við átt von á því að av-/af-liðir sem vísa til geranda væru tækir
í færeysku en ótækir í íslensku. Við fyrstu sýn virðist t.a.m. notkun þeirra
í íslensku gerðinni ekki möguleg.
(29) Ólaf var hvergi að finna (*af neinum).
Þetta þyrfti þá einnig að kanna í færeysku.
Þrátt fyrir viss líkindi með tilvistarnafnháttum í færeysku og þolmynd
er rétt að geta þess að hjálparsögnin vera er notuð í fyrrnefndu setninga-
gerðinni en í hefðbundinni þolmynd eru hins vegar hjálparsagnirnar verða
og blíva notaðar. Sömu sögu er raunar að segja um þýsku gerðina sem
nefnd er í (32); þar er hjálparsögnin sein notuð en ekki werden, en sú síðar-
nefnda er notuð þegar hefðbundin þolmynd er mynduð.
Að lokum má svo nefna að hvorki í íslensku né færeysku er gerviþol-
mynd (e. pseudo-passive) möguleg þar sem andlag forsetningar færist í
frumlagssæti í þolmynd (sbr. enska dæmið These beds were slept in __) en
engu að síður virðist mögulegt í færeyskum tilvistarnafnháttum að færa
röklið úr andlagssæti forsetningarliða í frumlagssæti setningarinnar, sjá
(30). Nafnliðurinn er þá í nefnifalli. Þetta bendir til að ekki sé um hefð -
bundna frumlagsfærslu að ræða (sbr. greiningu Woods 2015 á íslensku
gerðinni) en það þarf auðvitað að rannsaka.
(30) a. Hasir fótbóltsspælararnir (nf.) eru ikki at kimsa at.
(dæmi frá Hjalmari Petersen)
Fallvarðveisla í færeysku og íslensku 101
14 Þess má geta að meirihluti þátttakenda samþykkti setninguna í (28a) í netkönnun
Hlífar Árnadóttur árið 2012; 672 (72%) samþykktu setninguna, 162 (17%) töldu hana vafa-
sama og 97 (10%) töldu hana óeðlilega.