Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 114
börn fæðist með einhverjar upplýsingar um mannlegt mál og að við getum
áttað okkur á hverjar þær séu með því til dæmis að skoða hvað sé algengt
og hvað sjaldgæft í málum heimsins. Um [ç] segir Höskuldur (2014:114)
eftir farandi:
Og ef /j/ er hálfsérhljóð í íslensku, eins og ýmsir hafa talið … gildir sama um
það og /l, m, n, r/ að þessu leyti: Það er hljómandi … og þess vegna er eðlilegt
að málnotandinn leiti líka hljóðkerfislegra skýr inga á því, ef svo má segja, ef
orð virðist byrja á órödduðu /j/ og þá er greiningin /hj/ það sem helst kemur
til greina.
Hér hefði verið vel þegið að fá útskýringu á því hvers vegna þessi greining
kemur helst til greina. Hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að málhaf-
ar túlki hljóðið [ç] sem /hj/? Gerir fólk það alls staðar þar sem þetta hljóð
kemur fyrir? Túlka þeir sem tala (tiltekin afbrigði af) þýsku upphafs -
hljóðið í Chemie [çeˈmi] ‘efnafræði’ sem /hj/? Eða túlka þeir sem tala (til-
tekin afbrigði af) norsku upphafshljóðið í kyr [çyːr] ‘kýr (ft.)’ sem /hj/? Ef
hér á að vera kenning sem að gagni kemur þarf að útskýra hvaða forsend-
ur þurfi að vera fyrir hendi til að hljóð af þessu tagi séu túlkuð sem /hj/.
Ef til vill þykir þetta ósanngjörn krafa en ég ætlast ekki til þess að þeir
sem aðhyllast sömu skoðun og Höskuldur viti þessa hluti fyrir víst —
aðeins að þeir setji fram einhvers konar kenningu sem hægt væri að leitast
við að sannprófa.
En setjum sem svo að þetta gangi upp og [ç] sé túlkað sem /hj/ vegna
einhvers konar meðfæddra „hugmynda“. Það er þá rétt að halda því til
haga að það myndi ekki brjóta gegn algildi Manaster-Ramers sem tekur
til baklægra gerða sem gerðar eru á grundvelli stofnbrigða.
Höskuldur telur að stuðlun hv við h verði ekki skýrð með kenn ing unni
um meðfædda andúð á órödduðum hljómendum. Hann leitar því ann arra
skýringarleiða og segir að hljóðin [x] og [h] séu „auðvitað býsna lík og ekki
aðgreind í öllum málum“ (2014:114). Það er töluvert til í því en á það ber
að líta að þessi hljóð eru einmitt skýrt aðgreind í íslensku og greinilega
ekki afbrigði sama fónems. Orðmyndirnar rakt, skakkt og sagt ríma ekki
við bratt, flatt og satt. Ef hljóðin [x] og [h] ríma ekki saman, hvers vegna
ættu þau þá að stuðla saman? Hér vantar einhverja frekari forsendu ef
skýringin á að ganga upp.
Höskuldur (2014:114) segir enn fremur:
Helst virðist koma til greina að segja sem svo að fónemið /h/ hafi afbrigðið
[x] á undan /v/ í máli þeirra sem hafa hv-framburð, en síðan er það mismun-
andi eftir einstaklingum hvernig þetta /v/ kemur fram í framburði, þ.e.
Haukur Þorgeirsson114