Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 115

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 115
hvort við fáum [xv], [xw] eða hvort /v/ hverfur alveg og eftir verður bara [x] eins og tíðkast í svokölluðum ókringdum hv-framburði. Ef við skoðum nú ókringdan hv-framburð sérstaklega er erfitt að sjá hvernig þetta gæti gengið upp. Sá sem segir [xɛrva] fyrir hverfa getur ómögulega litið á [x] og [h] sem afbrigði sama hljóðans enda eru þá hverfa [xɛrva] og herfa [hɛrva] lágmarkspar. Og hvaða forsendur gæti sá sem elst upp við ókringdan hv-framburð mögulega haft til að álykta um að [x] hafi /v/ í baklægri gerð? En snúum okkur þá að kv-framburði. Höskuldur vísar í því samhengi í vísuhelming eftir Sigurð Breiðfjörð: (8) Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum Höskuldur segir að sér þyki þetta vísubrot „rangstuðlað“ og engu skárra en ef annað vísuorð hæfist á orðinu kátum frekar en hvítum. Ég hef alist upp við kv-framburð á íslensku, rétt eins og Höskuldur, en hef þó svolítið aðra tilfinningu fyrir þessu. Ef orðið hvítum er borið fram [khviːtʏm] verð ur vísu helmingurinn vissulega rangstuðlaður svo að sker í eyru. En það er alls ekki þannig sem ég mundi lesa vísuna, heldur með fram burð - in um [xwiːtʏm] og þá fellur allt í ljúfa löð. Nú er [xw] vissulega ekki annað en tillærður lestrarframburður í mínu máli — og samsvarar væntanlega ekki neinum baklægum hljóð kerfis hug - mynd um í heilabúinu á mér. Hvers vegna þykir mér þá hljóma rétt að stuðla [xw] (eða [x] eða [xv]) við [h]? Ég held það sé fyrst og fremst vegna þess að þannig er hefðin og þannig lærði ég hana einhvern tíma á unglingsárum. Loks er hér ein spurning í viðbót: Hvers vegna stuðlar hvítur ekki við gulur? Spurningin kann að virðast út í hött en stundum ber það við að orð eins og hvítur eru hljóðrituð [kfiːtʏ] fremur en [khviːtʏ] (sjá til dæmis Kristján Árnason 2013:6, 231) og virðist þá upphafshljóðið vera [k] frem- ur en [kh]. Mætti þá ef til vill búast við að þessi orð stuðluðu við önnur orð sem hefjast á [k]. Þegar ég skoða upptökur af eigin framburði virðist mér þó að [khviːtʏ] sé meira lýsandi hljóðritun — á undan sérhljóðinu má greina stutt raddað [v]. En þetta er til marks um það að það er ekki endi - lega auðvelt að ákvarða hvers konar hljóðritun sé réttust og á það við um fleira í þessari umræðu. Ég treysti mér til dæmis ekki til að útiloka að rétt- ast kynni að vera að hljóðrita orð eins og hlunkur með [hl] (eða [l]). Jafn - vel þótt baklægar gerðir byggðar á myndbrigðum morfema séu látnar liggja á milli hluta getur því nóg verið eftir til að deila um. Hjarta málfræðingsins 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.