Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 117

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 117
Nú er auðvitað alveg gerlegt að læra allan þennan greinarmun — það gera allir sem ná góðu valdi á íslenskri nútímastafsetningu. En þetta er miklum mun snúnara mál en að læra eina reglu eins og samfellandi hefðin gerir kröfu um. Íhaldssöm stafsetning getur hjálpað til en hún er sjaldnast á allra færi og fyrr á öldum var hún ekki jafnsamræmd og nú er. Þegar til- tekinn greinarmunur hvarf úr málinu á fyrri tíð gerum við ráð fyrir því að þess taki fljótt að gæta bæði í stafsetningu og kveðskap. Þannig helst það í hendur á 15. og 16. öld að afkringing y-hljóðanna kemur fram bæði í rími og rituðu máli. Ein heimild bendir til að íhaldsmenn á 13. öld hafi amast við samruna /æ/ og /œ/ — en ekki hefur sú mótspyrna áorkað miklu (Jón Helgason 1970a). Vissulega má þó vera að varðveittar heimildir segi oft meira um mál menntamanna og fólks í efri lögum þjóðfélagsins en um mál alþýðunnar (sbr. Harald Bernharðsson 2002). Þetta á við um kveð - skap eins og um aðrar heimildir. Ef greinarmunurinn á samfellandi og sundurgreinandi hefðum er hafður í huga hygg ég að það sé ekki svo vandasamt að nota kveðskap sem heimild í málsögu. Við ættum ekki að gera ráð fyrir sundurgreinandi hefð um án skýrra heimilda sem styðja þær. Venjuleg skáld eru ekki sér - fræð ingar í hljóðsögu og eiga bágt með að læra óteljandi reglur sem eiga sér enga stoð í máli eða stafsetningu þeirra sjálfra. En samfellandi reglur eru auð lærðar á samtímalegum grunni og geta verið vænlegur skýringar- kostur. Snúum okkur nú aftur að stuðlun [h] og [x] eða [h] og [ç]. Hér hefur þeirri skýringu verið haldið á lofti að þessi stuðlun byggist á sam fellandi hefðarreglum sem fái stuðning af stafsetningu. En er hægt að sýna bein - línis fram á að svo sé? Ég bý víst ekki svo vel að hafa óyggjandi sann anir fyrir þessu. Það er auðveldast að greina hefðarreglur þegar þær hafa lagst af — þá er hægt að halda því fram að hin náttúrulega tilfinning hafi smám saman orðið hefðinni yfirsterkari. En hér er því ekki til að dreifa því að þessi stuðlun lifir góðu lífi (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010). Ýmsar sam - fellandi hefðarreglur hafa fjarað út, til dæmis rím a við ǫ í aðal hend ing um eða stuðlun j við sérhljóða. Hvers vegna lifir sumt en annað fjarar út? Ég hef sem stendur ekkert heilsteypt svar við því. Það er efni í framhalds - rannsókn að setja upp einhvers konar líkan um þetta. Eitt get ég þó lagt til málanna hér og það er að mæla gegn þeirri al - mennu vantrú á hefðir og stafsetningu sem ríkir í málflutningi Höskulds. Hon um þykir það greinilega óyndisúrræði að skýra nokkurt fyrirbæri með þeim hætti. En þess eru þó ýmis dæmi að engin önnur skýring kemur einu sinni til greina. Í næsta kafla rek ég slík dæmi. Hjarta málfræðingsins 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.