Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 137
áður fjallað. Hann bendir á orð eins og meistari, kjallari, töffari, söngv ari,
fiðlari, Valsari og Þórsari sem virðist ýmist mega tengja við samnöfn, sér-
nöfn, lýsingarorð eða jafnvel engin önnur orð í málinu.3 Sannarlega beyg-
ist kjallari eins og leikari en varla getur það talist vera í krafti þess að hafa
sama viðskeyti. Vandséð er að -ar í kjallari eigi nokkurt málfræðilegt hlut-
verk sameiginlegt með -ar í leikari.
Hér er því ákveðinn tvíkostur fyrir hendi. Ef við gerum kröfu um að
viðskeyti sé skilgreint út frá tilteknu málfræðilegu hlutverki neyðumst við
til að meðhöndla orð eins og leikari, kjallari, töffari, fiðlari og Valsari
þannig að þau hafi ekki eitt og sama viðskeytið. Alhæfingin er þá ekki
rofin en spádómsgildi hennar rýrist; — það er þá ekki sameiginlegt við -
skeyti sem veldur því að öll þessi orð beygjast eins. Ef við gerum á hinn
bóginn ekki kröfu um sameiginlegt málfræðilegt hlutverk er alhæfingin
rofin með því að leikari og Hjálmar beygjast ekki eins.
Um beygingu -ar segir Anton enn fremur: „Samkvæmt þessu er ekki
von á því að aðgreining gæti orðið til á milli nf. ft. leik-ar-ar og *bók-ar-ir.
Slík þróun ætti að vera útilokuð.“ Hér verður mér hugsað til færeysku. Í
færeysku talmáli á Straumey og víðar er algengt að orð af þessum toga
hafi fleirtöluendinguna -ir (Höskuldur Þráinsson o.fl. 2004:353) en sú
beyging er ekki viðurkennd í ritmálinu.4 Ekki þarf að leita lengi í fær-
eyskum textum til að finna ósamræmi, jafnvel innan einnar setningar:
(1) a. Á fimleikaliðnum loppunum eru vit 8 fimleikarar og 2 venjarir.
(ljosid.fo)
b. Luttakarir vóru lesandi og lærarar úr 14 sjúkra røktar frøði skúl um.
(setur.fo)
c. Pallborðsorðaskifti var millum granskarar, embætisfólk, politikar-
ir og aktivistar. (kvinnuhusid.fo)
Nú veit ég ekki hvort það er svo að einni og sömu manneskju geti verið
tamt að hafa sum orð með fleirtölunni -ir og önnur með -ar. Ef svo væri
mætti hugsa sér að orð sem eru algengari í ritmálinu hafi frekar -ar í mál-
vitundinni og þau sem eru algengari í talmálinu hafi frekar -ir. Þetta væri
fróðlegt að rannsaka en ekki eru tök á því að sinni.
Um þessa færeysku þróun er rétt að taka fram að hún nær, eftir því
Beygjast nafnorð með sama viðskeyti alltaf eins? 137
3 Ritrýnir bætir við orðunum barbari og rabarbari.
4 Nemendur eru varaðir við þessari beygingu t.d. hjá Henriksen 1980:13, Davidsen og
Mikkelsen 1993:188–189 og Andreasen og Dahl 1997:72–73. Líklegt er að slíkur mál flutn -
ingur hafi haft áhrif á talmál menntafólks, sbr. Hagström 2005:1757.