Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 141

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 141
5. Hvað veldur því að orð beygist eins? Ég hef hér sýnt nokkra flokka mótdæma gegn alhæfingunni um beygingu viðskeyta6 og hef efasemdir um að hún standist í afdráttarlausri mynd. Ég ætla þó ekki að neita því að það er algengt að orð sem hafa sama viðskeyti hafi sömu beygingu. Anton segir (2015:78): Þegar hægt er að skoða mikinn fjölda nafnorða án þess að finna nokkuð skýrt frávik frá alhæfingu um möguleg og ómöguleg mynstur er eðlilegt að líta svo á að það sé ekki tilviljun. Ég get tekið undir þetta. En valmöguleikarnir eru ekki aðeins samlegu - hamlan eða tilviljun heldur geta fleiri skýringar komið til álita. Hvers vegna beygjast orð með sama viðskeyti gjarnan eins? Hér má nefna að í málinu ríkir almenn tilhneiging til þess að orð sem enda á sömu hljóðum fái sömu beygingu. Þetta gildir jafnvel þótt ekki sé um viðskeyti að ræða. Þegar á 17. öld benti Runólfur Jónsson á að íslensk kvenkynsorð sem enda á -ík eða -eik í nefnifalli eintölu enda á -ur í nefnifalli fleirtölu (Guðrún Kvaran 1993:132). Þó vænti ég þess að enginn telji -ík vera við skeyti í orðum eins og brík, vík og pólitík. Um samband stofngerðar og beygingar hafa ýmsir fjallað og margt er um það að segja (sjá t.d. Margréti Jóns dóttur 1993 og Eirík Rögnvaldsson 2001). Anton ræðir um hina beygingarlegu alhæfingu í samhengi við mál- breytingar og tekur þar dæmi um þá nýjung að orð eins og aukning geti fengið eignarfallsmyndina aukningu við hlið eldri myndarinnar aukningar. Hann segir að samkvæmt kenningunni um eina beygingu hvers viðskeyt- is ætti „eignarfallið -u í aukningu aðeins að vera mögulegt í máli einhvers ef öll orð með kvk. -(n)ing leyfa sama mynstur“. Það má til sanns vegar færa að þeir sem segja aukningu í eignarfalli eru líklegir til að segja líka byggingu og virðingu í eignarfalli. En þetta er ekki endilega vegna þess að orðin hafi sama viðskeyti heldur fremur vegna þess að þau höfðu sama beygingar mynstur til að byrja með. Til eru önnur orð með sama beygingar - mynstur, nefnilega kvennanöfn eins og Kristín. Nú hefur Kristín ekki sama viðskeyti og aukning en verður samt einnig fyrir þeirri nýjung að fá endinguna -u í eignarfalli. Setja má fram tvö viðmið um beygingar sem ég held að lítill ágreining- ur geti verið um: Beygjast nafnorð með sama viðskeyti alltaf eins? 141 6 Ég hef hér sett á oddinn þau dæmi sem mér þykja skýrust eða hnýsilegust; – text- anum er ekki ætlað að vera tæmandi upptalning mótdæma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.