Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 149
muninum á þessum hljóðum í tengslum við umræðu um harðmæli og lin-
mæli. Þar er [kʰ] sagt „fráblásið harðhljóð“, [k] „fráblásturslaust harð hljóð“
og [g̊] „óraddað linhljóð“.1 Það fyrsta telst harðmæli en þau síðari linmæli
(sjá Björn Guðfinnsson 1946:155–156). Til einföldunar verður hér talað
um raddaðan framburð ([ðkʰ]), óraddaðan framburð ([þk]) og ðg-fram-
burð ([ðk]) sem hljómar þá eins og ritað væri maðgur.2
Í Mállýzkum II er fjallað sérstaklega um þetta samband við hverja
sýslu eða bæ. Tekið er fram hve margir af þeim sem höfðu blandaðan
framburð notuðu hvert þessara afbrigða og jafnframt hversu margir þeirra
notuðu raddaðan framburð aðeins í þessu hljóðasambandi. Sem dæmi um
slíka klausu má taka Norður-Múlasýslu (Björn Guðfinnsson 1964:37):
ðk:
Af þeim 54 hljóðhöfum, sem blandaðan framburð höfðu, varðveittu 47
hreinan ðkʰ-framburð, 1 hafði ðkʰ + þk-framburð, 2 ðg̊-framburð og 4 þk-
framburð. 9 af þessum 54 hljóðhöfum varðveittu raddaða framburðinn ein-
ungis í sambandinu ðk.
Í þessum greinargerðum er aðeins fjallað um þá sem höfðu blandaðan
framburð. Eins og sjá má í dæminu frá Norður-Múlasýslu geta ýmsar
samsetningar komið fyrir. Hvergi er þó að finna dæmi um hljóðhafa sem
notaði bæði hefðbundinn raddaðan framburð og ðg-framburð. Því er ekki
óvarlegt að ætla að allir sem greindir voru með hreinan raddaðan fram-
burð hafi borið /ðk/ fram [ðkʰ].
3. Mismunandi blöndun
Þegar kemur út fyrir röddunarsvæðið, þ.e. vestur fyrir Skagafjörð og
suður fyrir Norður-Múlasýslu, birtist athyglisverður munur vestan- og
austan megin. Í Suður-Múlasýslu var talsvert um blandaðan framburð og
40% þeirra hljóðhafa höfðu hann aðeins í sambandinu ðk. Vestanmegin er
hins vegar algengt að svo sé um flesta eða jafnvel alla sem notuðu bland aðan
framburð. Þetta svæði er býsna stórt því að tölur um blandaðan raddaðan
framburð sýna að hann var ekki aðeins í Húnavatnssýslum heldur teygði
sig um allan Vestfjarðakjálkann, Snæfellsnes og Dali. Ekki nóg með það,
heldur var hann algengari á síðarnefnda svæðinu eins og hér má sjá:
Maðkur í mysunni 149
1 Að auki er í Mállýzkum I nefnt til sögunnar [g] og kallað „drjúgraddað linhljóð“.
2 Hér er þá fylgt þeirri hljóðritunarvenju sem nú er orðin algengust (sjá t.d. Kristján
Árnason 2005:22 .áfr.) og ófráblásin lokhljóð hljóðrituð [p, t, k] en ekki [b̥, d̥, g̊] eins og í
ritum Björns Guðfinnssonar t.d.