Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 153
Í RÍN-rannsókninni (Rannsókn á íslensku nútímamáli) var sömuleiðis
aðeins ein breyta fyrir raddaðan framburð á ðk. Í því felst að við úrvinnslu
var eingöngu gerður greinarmunur á rödduðum og órödduðum framburði
þannig að ðg-framburður, hafi hann komið fyrir, féll saman við raddaðan
framburð. Þeir sem hlustuðu á upptökur og gáfu breytum viðeigandi gildi
skráðu oft athugasemdir á þar til gerð úrvinnslublöð, en ekki er hægt að
fullyrða að skráningin hafi verið kerfisbundin og hún skilaði sér ekki inn í
talnagögn. Til að komast að því hvort og þá hve margir notuðu ðg-fram-
burð í RÍN þyrfti því í rauninni að hlusta aftur á viðtöl við þá sem notuðu
að einhverju leyti raddaðan framburð á /ðk/ (en þá væri auðvelt að finna í
talnagögnum). Í nýjustu rannsókninni, Málbreytingar í rauntíma í íslensku
hljóðkerfi og setningagerð (RAUN) er að flestu leyti fylgt sömu aðferðum og
í RÍN, en skráning athugasemda að öllum líkindum hnitmiðaðri.
Enn virðist gerlegt að komast að afdrifum þessa framburðar. Í talna-
gögnum RÍN er að finna upplýsingar um raddaðan (eða óraddaðan) fram-
burð hjá 494 þátttakendum á Snæfellsnesi, í Dölum og á Vestfjarða kjálk -
anum, þ.e. á svæðinu þar sem ðg-framburð var einkum að finna í rann-
sókn Björns Guðfinnssonar. Þar sést að rödduðum framburði brá fyrir í
máli 80 þátttakenda, þ.e. 16%, en í flestum tilvikum í litlum mæli. Í þess-
um hópi voru þó 23 sem höfðu /ðk/ ævinlega raddað, en það er vel mögu-
legt að þar sé aðeins um að ræða orðið maðkur. Reynt var að kalla fram
fleiri orð, einkum blöðkur, en það gekk ekkert sérlega vel. Til að komast
að því hvort hér var um að ræða ðg-framburð þarf að fletta í frumgögnum
og hlusta á að minnsta kosti sumar þessar upptökur. Þá væri einnig hægt
að athuga hvort þessar heimildir veita upplýsingar um hvort framburður-
inn er bund inn við þetta orð eða nái einnig til annarra orða með /ðk/. Það
bíður betri tíma, eins og sagt er.
heimildir
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1964. Um íslenzkan framburð. Mállýzkur II. Ólafur M. Ólafs son og
Óskar Ó. Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu til prentunar. Studia
Islandica 23. Heimspekideild Háskóla Íslands og Bóka útgáfa Menn ingarsjóðs,
Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1981. Breytingar á framburði og stafsetningu. 2. útgáfa [1. út gáfa 1947.]
Smárit Kennaraháskóla Íslands og Iðunnar 7. Iðunn, Reykja vík.
Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Íslensk tunga
I. Meðhöfundur Jörgen Pind. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
RÍN (Rannsókn á íslensku nútímamáli) – Niðurstöður. Óútgefin skýrsla, Háskóla Íslands,
Reykjavík.
Maðkur í mysunni 153