Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 160

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 160
2. Bakgrunnur Skólamálfræði getur verið með ýmsu móti. Það sem telja má til hefðbundinnar skólamálfræði og í gegnum tíðina hefur einkennt málfræðikennsluna er forskriftar - málfræði, en hún segir til um hvernig fólk eða nemendur eigi að haga máli sínu. Í því sambandi er tíðrætt um hvað sé rétt mál og rangt. Í krafti forskriftarmál- fræðinnar er unnið gegn málbreytingum. Kennslan felst meðal annars í beygingu vandbeygðra orða, kýr, um kú, frá kú, til kýr, og að beygja sagnir í kennimyndum með það að markmiði að festa í sessi réttar beygingar. Innan hefðbundinnar málfræðikennslu er einnig farið í gegnum byggingu málsins sem er þjálfuð í greiningum ýmiskonar, orðflokkagreiningu, setninga- hlutagreiningu, og kennslu í hugtökum sem tengjast þeim. Þessi ákveðna lýsing á formlegum einkennum tungumálsins er í grunninn lýsing á máli fyrirmyndar- málhafans sem talar alltaf rétt mál. Þannig er mállýsingin forskriftarlegs eðlis. Færa má rök fyrir því að ein og sér veiti forskriftarmálfræðin mjög þrönga sýn á tungumálið vegna þess að innan hennar vébanda er ekki fjallað um tilbrigði í máli, nema helst þá sem rangt mál, sem skuli varast. Annars konar málfræði er lýsandi málfræði sem oft er sett fram sem and - staða við forskriftarmálfræði. Hún fjallar um hvernig málið er notað í raun og veru með öllum sínum tilbrigðum og hvernig það virkar í samfélaginu. Hún veitir víðari sýn á tungumálið en ef forskriftin er eingöngu kynnt til sögunnar og því nauðsynleg ef gera á nemendur að upplýstum málnotendum, sem telja má að skipti mjög miklu máli þegar kemur að verndun tungumálsins. Í þessu sambandi er málkunnáttufræðin mjög mikilvæg vegna þess að hún fjallar meðal annars um hvernig mál lærist án utanaðkomandi kennslu á fyrstu árum ævi hverrar manneskju og sýnir okkur fram á að þegar barn hefur skóla- göngu hefur það yfir að ráða mikilli ómeðvitaðri málfræðiþekkingu. Auk þess færir hún rök fyrir því að málbreytingar séu í raun innbyggðar inn í máltökuferlið og því eðlilegur þáttur þess. Í gegnum félagsmálfræðina má fræðast um hvernig mál virkar í samfélaginu, hvernig málbreytingar breiðast út um málsamfélagið og um margbreytilega notkun málsins. Þetta á bæði við um á milli einstaklinga og hjá sérhverjum einstaklingi vegna þess að við tölum eða skrifum ekki alltaf eins, sem sýnir sig í misformleg- um aðstæðum sem við finnum okkur í. Félagsmálvísindin hjálpa okkur líka til að skilja að ástæðurnar sem liggja að baki forskriftarmálfræðinni eru stöðlun málsins og verndun þess. 3. Markmið og meginrannsóknarspurningar Að þessu öllu sögðu um forskriftina sem megindrifkraft hefðbundinnar skóla - málfræði og um mikilvægi þess að kynna fyrir nemendum í unglingadeild ýmsa þætti lýsandi málfræði var farið af stað í rannsókninni með eftirfarandi megin- Hanna Óladóttir160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.