Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 162
Þetta var mjög fjölbreyttur hópur sem endurspeglaði frekar vel kennara almennt
sem sinna íslenskukennslu á unglingastigi. Þarna voru eldri og yngri kennarar,
þrír karlar og 12 konur, fólk úr Kennaraháskólanum og fólk með próf í faggrein,
yfirleitt íslensku, og kennsluréttindi þar á ofan. Síðan var rætt við fimm til sex
nemendur hvers kennara í aðskildum hópum. Kennarar voru beðnir um að velja
blandaðan hóp stráka og stelpna með mismunandi námsgetu í íslensku. Kynja -
skiptin voru nokkuð jöfn, en á endanum var rætt við 47 stelpur og 41 strák.
5. Niðurstöður textarýni
Þegar rýnt var í skólaefni var, eins fram hefur komið, leitast við að svara eftirfar-
andi spurningu:
Hvaða hugmyndir um tungumálið koma fram í aðalnámskrám, samræmdum
prófum og námsefni sem endurspegla nýlegar kenningar málvísindamanna
um máltöku, málkunnáttu, málbreytingar og tilbrigði í máli?
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi. Hefðbundin skólamálfræði er vel sýnileg
með sinni málfræðilegu greiningu og forskrift, og eru sérstakir fulltrúar hennar
samræmd próf og verkefnabækur. Raddir umburðarlyndis fyrir máli nemenda
sjálfra og annarra hafa átt sífellt greiðari aðgang inn í námsefnið ekki síður en
aðalnámskrár. Málvísindalegar hugmyndir um málið og eðli þess eru sýnilegar
hér og þar, mest áberandi eru þær sem taka til mismunandi málsniðs, en einnig
eru sýnilegar hugmyndir um málbreytingar og mismunandi málvenjur og að
nemendur hafi allir ómeðvitaða málfræðiþekkingu sem þeir koma með í skólann.
Hvergi er þó að sjá markvissa umfjöllun um málbreytingar og máltöku. Mál -
vöndun er ríkur þáttur alls staðar en málverndin misáberandi. Í því sambandi er
eldra námsefni líklegra til að innihalda ósveigjanlega málverndarstefnu þar sem
krafan er að nemendur breyti málkunnáttu sinni frekar en að líta á málbreytingar
sem eðlilega þróun og ætlast til að nemendur breyti frekar málnotkun sinni og þá
helst við formlega aðstæður. Í nýjasta námsefninu hefur slaknað verulega á mál-
verndarstefnunni en þó er blöndu af eldri og yngri hugmyndum þar að finna.
6. Máltaka og málkunnátta
Niðurstöður viðtalanna sýna þegar kemur að máltöku og málkunnáttu að kenn-
arar gera sér grein fyrir að nemendur kunna heilmikið í málfræði þegar þeir hefja
skólagöngu sína. Þeir átta sig á því að nemendur hafa ómeðvitaða málfræðiþekk-
ingu sem þeir nefna við nemendur en það virðist ekki hafa áhrif á hvernig þeir
fjalla um einstök málfræðieinkenni og hugtök. Af viðtölunum við nemendur að
dæma hefur aðeins stöku nemandi óljósar hugmyndir um ómeðvitaða málfræði -
þekkingu.
Hanna Óladóttir162