Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 163
Kennarar sem og nemendur virðast ekki þekkja til máltökuferlisins og að þau
frávik í máli sem nemendur gera séu vegna eðlis máltökunnar; sem er að smábörn
þurfa að draga ályktanir af því brotakennda máli sem þau heyra í umhverfi sínu
og að þær ályktanir eru ekki alltaf í samræmi við málkunnáttu eldri kynslóða.
Nemendur telja það á ábyrgð foreldra að börn læri málið og síðan skólanna að
kenna nemendum „rétt mál“ sem sé endamark máltökuferlisins og aðalmarkmið
málfræðikennslunnar. Bæði nemendur og kennarar telja að nokkuð vanti upp á
að nemendur kunni rétt mál þegar í skóla kemur. Reyndar ganga nemendur svo
langt að telja að skólinn hafi kennt þeim að beygja. Þegar þeir eru spurðir nánar
út í það snýst þetta þó yfirleitt um beygingu einstakra orða. Mörkin milli þess að
læra um beygingu og að beygja orð í samhengi eru nokkuð óskýr.
7. Málstaðall, forskrift og málsnið
Áherslan í kennslu er á „rétt mál“ í anda forskriftarmálfræði. Hugtakið málstaðall
er hins vegar aldrei notað. Rétt mál er það sem kennarar þurfa að kenna og nem-
endur að læra. Eins og hugtakið er notað er auðvelt að tengja það við rétta
íslensku en ekki ákveðið viðmið sem hefur orðið fyrir valinu.
Það er augljóst að forskriftarmálfræðin hefur haft mikil áhrif á hvernig nem-
endur hugsa um málið, tala um það, fyrir utan áhrifin sem hún hefur haft á
hvernig þeir nota það. Þar leika málfarsleiðréttingar stórt hlutverk, en allir hafa
nemendur verið leiðréttir heima fyrir af foreldrum og eldri systkinum. Þá hegðun
taka þeir síðan upp sjálfir sem þeir beina gegn vinum, ættingjum og sjálfum sér.
Þetta hefur ýtt undir hugmyndir um að aðeins eitt geti verið rétt í málfarsefnum.
Hugtakið málsnið er ekki mikið notað, hins vegar er rætt um að við tölum
ekki alltaf eins, með sérstaka áherslu á kynslóðamun. Þessu gera nemendur sér
grein fyrir. Í ritun er áherslan á formlegt ritmál þar sem talmálseinkenni eru ekki
leyfð. Talmál kemur ekki við sögu að öðru leyti í íslenskukennslunni.
8. Málbreytingar
Kennarar og nemendur átta sig á að mál breytist með tímanum en að málbreyt-
ingar þurfa að vera samþykktar af til þess bærum yfirvöldum svo þær teljist rétt
mál og kennarar geti hætt að leiðrétta þær. Það sé hvorki á valdi kennara né nem-
enda að taka upp nýtt málafbrigði sem hluta af réttu máli.
Kennarar ræða málbreytingar út frá því hvernig rétt mál hefur breyst en ekki af
hverju málbreytingar eiga sér stað og breiðast út. Þeir ræða hvernig málið hefur
breyst sögulega í tengslum við lestur eldri texta og þá helst hvernig merking og mál-
notkun hefur breyst frekar en beygingar og setningaskipan. Samtímalegar málbreyt -
ingar virðast kennarar fjalla um af illri nauðsyn til að útskýra fyrir nemendum þegar
verulega útbreitt máltilbrigði, sem ekki telst rétt mál en er hluti af málkerfi nem-
enda, gæti hugsanlega og mjög líklega talist rétt mál einhvern tíma í framtíðinni.
Skólamálfræði. Hver er hún og hver ætti hún að vera? 163