Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 167
haldið „Málið úr ýmsum áttum“. Í þessum kafla er lagður grunnur að þeim
fræðum sem rannsóknin er grundvölluð á en það eru málkunnáttufræði og félags-
leg málvísindi.
Eftir það tekur við langur 3. kafli, heilar 123 blaðsíður. Að meginhluta til er
þar rakið efnisinnihald námskráa frá 1960 til þeirrar síðustu sem kom út árið
2011/2013. Þetta er þó ekki allt. Í kaflanum eru samræmd próf líka skoðuð, próf-
spurningar rýndar og afstaða kennara til prófanna rædd. Að lokum er í þessum
mikla kafla rýnt í námsefni af ýmsum toga, gamalt og nýtt, og athugað hvort
finna má þá þætti sem höfundur hefur áhuga á að skoða, s.s. forskriftarmálfræði,
málvernd og máltöku. Þessi hluti ritgerðarinnar er sundurlaus og hvorki verður
séð hvaða hlutverk endursögn úr úreltum námskrám leikur í þessu samhengi né
heldur gagnrýni á gömul próf. Hér hefði höfundur haft gagn af betri ritstjórn.
Það er loks í 4. og 5. kafla sem greint er frá rannsókninni sjálfri, aðferðafræði
við öflun gagna og niðurstöðum rannsóknarinnar. 4. kafli fjallar um rannsókn-
araðferðina sem beitt er en 5. kafli greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar.
Þessir kaflar eru samtals 149 bls. og þeir eru heildstæðir, bæði hvað varðar efnis-
tök og efnisröðun.
Sé forsagan höfð í huga verður ekki annað sagt en að talsverður metnaður fel-
ist í vali doktorsefnis á rannsóknarefni. Það er vissulega gleðilegt að fá innsýn í
það hvernig málfræðikennslu er háttað í íslenskum grunnskólum og hver viðhorf
kennara og nemenda eru til hennar. Það er ólíkt meira hald í slíkri rannsókn en í
þeim lítt ígrunduðu upphrópunum sem stundum hafa einkennt umræðuna. Að
einhverju leyti má segja að höfundi takist ætlunarverk sitt sem lýst er hér að fram-
an. Sérstaklega næst það markmið sem tíundað er í inngangi ritgerðarinnar að
komast að því „hvaða hugmyndir kennarar hafa um tungumálið og hlutverk sitt
þegar kemur að málfræðikennslu en líka hvaða hugmyndir nemendur hafa í þess-
um efnum“ (bls. 2–3). Raddir þeirra kennara og nemenda sem Hanna ræðir við
heyrast skýrt og mynda víðast hvar eðlilegan grunn undir þær ályktanir sem höf-
undur dregur af svörum viðmælenda sinna.
Ritgerðin er vel skrifuð, röklega byggð og læsileg. Verkið er þó ekki gallalaust
frekar en önnur slík og hér verður, venju samkvæmt, einkum spurt út í atriði sem
vöfðust fyrir andmælendum. Í þessum hluta andmælanna verður sjónum aðallega
beint að meginstoðum ritgerðarinnar, þeim upphafsspurningum sem gengið er
útfrá í ritgerðinni og þeim fræðigreinum sem lagðar eru til grundvallar.
2. Forskriftarmálfræði — lýsandi málfræði
Hanna velur forskriftarmálfræði og andstæðu hennar, lýsandi málfræði, sem upp-
hafsstef í ritgerðinni og fullyrðir í fyrstu málsgreininni að forskriftarmálfræði
hafi verið fyrirferðarmest í íslenskum grunnskólum í gegnum tíðina (bls. 1). Svo
virðist enn vera því að í kafla 5.4 segir að í öllu kennsluefni sem nú er gefið út
Andmæli við doktorsvörn Hönnu Óladóttur 167