Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 168

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 168
megi merkja sterk forskriftareinkenni (bls. 256). Í mínum huga hefur sú nálgun ekki verið augljós í málfræðikennslu um árabil og í raun alls ekki það sem hefur valdið slæmu gengi greinarinnar. Það sem rannsóknir hafa sýnt (t.d. skrif Gerðar G. Óskarsdóttur 2012, Rúnars Sigþórssonar 2008 og Svanhildar Kr. Sverris - dóttur 2014) er að íhaldsamir kennsluhættir, staglsöm yfirferð orðflokka og lítil eða engin stígandi í kennslunni séu þeir þættir sem standa málfræði kennslunni fyrir þrifum. Hins vegar eru það fáein atriði sem kennarar og kennslubókahöf- undar hafa nálgast út frá forskrift, örfáar vandbeygðar sagnir og nokkur önnur atriði. Þessi atriði hafa þó tæpast orðið að aðalinntaki málfræðikennslunnar. Þess vegna bið ég Hönnu að svara þessari spurningu: Spurning 1a: Hvaða gögn liggja að baki fullyrðingu um að forskriftarmál - fræði hafi verið „hvað fyrirferðarmest“ (bls. 1) eins og það er orðað? Hvaða rannsóknir sýna þetta? Á hverju er fullyrðingin byggð? Og hvers eðlis eru þau einkenni sem eru í ritgerðinni kölluð sterk forskriftareinkenni? Í heiti ritgerðarinnar er skólamálfræðin nefnd: „Hver er hún?“, spyr höfundur. Spurningunni er svarað í inngangi; þar segir að í gegnum tíðina hafi blanda af for- skrift og lýsandi málfræði verið kennd í grunnskólum og það sé í raun sú blanda sem hafi verið kölluð skólamálfræði (bls. 2). Höfundur vill sjá breytingar á mál - fræðikennslunni en „án þess að forskriftinni sé kastað fyrir róða“ (bls. 1). Það er því fróðlegt að heyra hvernig Hanna álítur að skólamálfræðin „ætti að vera“ svo vísað sé í seinni hluta ritgerðarheitisins. Það er erfitt að ráða í afstöðu hennar í þessu máli. Hún virðist amast við því hversu mikið rými forskriftar- málfræði fær í skólum en vill samt ekki að henni verði útrýmt. Þetta er forvitni- legt og komið að spurningu 1b. Spurning 1b: Það væri fróðlegt að heyra nokkur orð um hvernig kennslu í íslenskri málfræði yrði háttað í grunnskólum ef hugmyndir sem settar eru fram í ritgerðinni næðu fram að ganga? Hver er hin gullna blanda forskriftar og lýsandi málfræði ef hvort tveggja á að vera innni? Iðkun forskriftarmálfræði í skólastofunni felur í sér að kennarar leggja áherslu á að kenna viðurkennt mál. Í kennslubókum má almennt finna æfingar sem eiga að þjálfa beygingar sem lúta ekki einföldum beygingarreglum, s.s. eins og nafnorðin ær og kýr og sagnirnar valda og þiggja. Margir kennarar hafa í gegnum tíðina séð það sem mikilvægan hluta af sínu starfi að leiðbeina nemendum um málnotkun, þeir hafa leiðrétt villur og leiðsagt nemendum um vandað orðaval sem hæfir til- efni og textategund. Þetta veldur því að margir nemendur standa í þeirri „trú að eitt sé réttara en annað“ eins og kemur fram í viðtölum við þá (bls. 211). Þá liggur beint við að spyrja Hönnu: Spurning 1c: Er aldrei hægt að segja að eitt sé réttara en annað, a.m.k í til- teknu samhengi? Væri e.t.v. eðlilegt að leggja til að afbrigðin ég hlakka / mig Þórunn Blöndal168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.