Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 169
hlakkar /mér hlakkar yrðu jafnrétthá í skólakerfinu — þ.e. þau væru metin
jafngild, t.d. í prófum og verkefnum?
Segja má að fullvissa höfundar um hlutverk forskriftarmálfræði í grunnskóla-
kennslu sé bæði upphafs- og lokastef ritgerðarinnar. Hún staðhæfir á bls. 1 að for-
skriftarmálfræði sé „hvað fyrirferðarmest“ og í niðurstöðukafla ritgerðarinnar
segir að forskriftaráhersla grunnskólans sé „sterk og skoðanamyndandi meðal
nemenda“ (bls. 309). Mest orka kennara fari í að kenna formlegt málsnið og þar
með rétt mál (bls. 308) og nemendur líti svo á það sé helsta markmið málfræði -
kennslunnar. Svo virðist sem Hanna hafi haft mjög ákveðnar hugmyndir um
hvernig málum væri háttað áður en lagt var af stað og verið þess fullviss að for-
skriftarmálfræði væri ríkjandi í skólastofunni. Í raun má segja að hún hafi verið
búin að gefa sér svarið og niðurstaðan hafi svo verið í samræmi við væntingar. Og
næsta spurning mín er þessi:
Spurning 1d: Er hugsanlegt að fyrirfram mótuð sannfæring á því hvernig
málfræðikennslunni væri í raun háttað hafi litað spurningar og samtöl við
kennara og nemendur og jafnvel túlkun gagna?
Andmælendum þótti sérkennilegt að sjá gengið út frá forskriftarmálfræði í rann-
sókn á íslenskukennslu árið 2017. Forskriftarmálfræði hefur ekki verið yfirgnæf-
andi í kennslubókum síðustu áratugina en hún hefur þó aldrei horfið alveg.
Iðulega hefur mátt sjá í kennslubókum tilmæli um að nota eitt afbrigði en forðast
annað. Þetta á t.d. við um sagnirnar hlakka og kvíða, þar sem höfundar hafa
þjálfað hinar viðurkenndu myndir, ég hlakka, ég kvíði, en látið þess ógetið að
önnur afbrigði séu algeng — jafnvel algengari — í máli landsmanna. Það má telja
líklegt að margir reyndir kennarar ættu erfitt með að hugsa sér íslenskukennslu
sem fælist eingöngu í vinnu með málfræðilegar einingar, án þess að nemendum
væri jafnframt veitt leiðsögn um málnotkun og þá um þau afbrigði málsins sem
njóta viðurkenningar í íslensku máli.
3. Fræðilegur grunnur
Hanna ver talsverðu rými í 2. kafla í skilgreiningar í tengslum við málkunnáttu-
fræði og félagsleg málvísindi, þau tvö fræðasvið sem hún leggur til grundvallar, og
hún kynnir þessi svið til sögunnar eins og hún geri ráð fyrir að lesendur þekki
þau lítið. Hins vegar lætur hún alveg undir höfuð leggjast að rökstyðja hvers
vegna hún velur þessar tvær greinar nútímamálvísinda og hvers vegna þær ættu
að fléttast inn í skólamálfræðina. Þetta val er nýstárlegt og það liggur alls ekki í
augum uppi hvers vegna þessi fræðasvið voru valin umfram önnur, t.d. málnotk-
unarfræði (e. pragmatics) og orðræðugreiningu (e. discourse analysis) þar sem
unnið er út frá samhengi texta og hlutverki eða virkni eininga í texta. Það er óljóst
hvernig höfundur sér fyrir sér að þessi tvö fræðasvið vinni saman í kennslu. Hún
Andmæli við doktorsvörn Hönnu Óladóttur 169