Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 176
Spurning 2b
Í svarinu við þessari spurningu vísa ég í svarið við spurningu 2a hér á undan en
vil þó bæta því við að ekki var stuðst við niðurstöður neinna annarra rannsókna
þegar sú ákvörðun var tekin að styðjast við fyrrgreind kenningakerfi, nema þá
eigin rannsóknir líkt og greint er frá í inngangi ritgerðarinnar. Ekki var almennt
farið út í að bera málfræðikennsluna hérlendis saman við það sem tíðkast í
nágrannalöndunum eða annars staðar. Vissulega hefði slíkt verið áhugavert og
upplýsandi en verður að bíða betri tíma og í raun eitt af því sem vert væri að rann-
saka í framhaldi af þessari rannsókn sem hér um ræðir.
Spurning 2c
Ef kenningar málkunnáttufræði og félagslegra málvísinda væru lagðar til grund-
vallar í málfræðikennslunni þyrfti, eins og ég minnist á í fleiri svörum, að skilja
að kennslu í tungumáli (forskrift) og kennslu um tungumálið. Í mínum huga
myndi þetta nefnilega ekki þýða að forskriftinni yrði kastað, alls ekki, en hún yrði
ekki aðalatriðið heldur hluti af meiri umfjöllun um málið og uppbyggingu þess.
Án efa yrði máltakan fyrirferðarmikil, en hún hefur ekki verið kennd svo neinu
nemi sem hluti af málfræðikennslu í grunnskóla fram að þessu. Með málkunnáttu -
fræðin sterkar í huga en tíðkast hefur í málfræðikennslunni hingað til yrði auð -
veldara að vinna með málfræðiþekkingu nemendanna á markvissan hátt og gera
hana þeim meðvitaða. Auðveldara yrði að fjalla um málið sem hluta af nemend-
unum sjálfum og þannig hvatning til þeirra til að efla það og rækta. Félagsleg mál-
vísindi hafa verið að ryðja sér til rúms í kennslunni, líkt og rannsókn mín sýnir,
og þá einna helst þegar fjallað er um mismunandi málsnið. Sú kennsla yrði þó að
vera markvissari og auk þess þyrfti að fjalla meira um samtímaleg málvísindi
þegar til dæmis málbreytingar eru til umræðu en fjalla ekki bara um þær sem
þegar hafa gengið í gegn. Talað mál yrði augljóslega meira til umfjöllunar ef mál-
kunnáttan og félagsleg málvísindi yrðu lögð til grundvallar kennslunni og for-
skriftin yrði nátengd kennslu í rituðu máli og framsögn.
Spurning 3a
Það væri æskilegt að fjalla bæði um talað mál og ritað þegar mismunandi málsnið
væru til umfjöllunar, þ.e.a.s. hvað ætti við hverju sinni. Með öðrum orðum ekki
einskorða umfjöllun um mismunandi málsnið við ritmálið. Þar að auki nefni ég
það í ritgerðinni að nauðsynlegt sé að fjalla meira um mál nemendanna sjálfra,
sem væri þá talmál, hvernig það er upp byggt og eiginleika þess. Að auki myndi
talaða málið komast mun meira á dagskrá ef fjallað yrði markvisst um máltökuna
og hvernig við lærum tungumálið, hvernig það þróast og byggist upp.
Hanna Óladóttir176