Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 183
Spurningin hér fyrir ofan sprettur ekki síst út frá þremur undirrannsóknarspurn-
ingum ritgerðarinnar, spurningu 3, 4 og 8, sem tengjast allar með einum eða
öðrum hætti almennri íslenskri málfarsumræðu og þeim kröfum sem gerðar eru
til málnotkunar við mismunandi aðstæður. Rétt er því að rifja upp hvernig þessar
spurningar hljóma:
3. Leggja kennarar áherslu á að kröfur til máls eru ólíkar eftir því hvert
málsniðið er? Eru kennararnir með staðalmál eða formlegt mál í huga í
málfræðikennslunni og málfarsleiðbeiningum eða gera þeir ekki slíkan
greinarmun?
4. Gera nemendur sér grein fyrir ólíkum kröfum til máls eftir því hvert
málsniðið er, bæði í töluðu og rituðu máli? Sjást merki þess að hugmynda-
fræðin um málstaðal móti hugmyndir þeirra um tungumálið eða mál-
hegðun þeirra á einhvern hátt?
8. Er markmið kennaranna að móta málkunnáttu nemenda eða er markmið
þeirra frekar að reyna að móta málhegðun þeirra eða tiltekinn þátt af mál-
notkuninni?
Hér hefur áður verið nefnt að Hanna valdi þátttakendur í kennara- jafnt sem
nemendahópinn með það fyrir augum að tryggja að bakgrunnur viðmælenda í
báðum hópum væri nægilega fjölbreyttur til að sem flest sjónarmið kæmu fram.
Hún getur þess jafnframt að hún velji að fjalla um kennarana og nemendurna sem
hópa í umfjöllun sinni, enda sé það ekki ætlun hennar að fjalla um skoðanir hvers
þátttakanda um sig. Fyrir vikið má segja að þær niðurstöður sem birtast séu að
mestu eins konar „meðaltöl“ þeirra skoðana og hugmynda sem birtast þó hér sé
ekki um megindlega rannsókn að ræða. Með því er átt við niðurstöðurnar eru
aðallega sameiginlegar hugmyndir hvors hóps um sig en minna fer fyrir þeim
skoðunum sem víkja að einhverju leyti frá meginlínunni. Það er í sjálfu sér ekkert
við þessa nálgun að athuga; hún má heita eðlileg í því samhengi sem hér um ræðir
þar sem mest ríður á að draga fram skýra heildarmynd úr miklu magni gagna, en
ég vil samt, mest fyrir forvitni sakir, leggja eftirfarandi spurningu fram sem þá
síðustu sem kemur beint inn á aðferðafræðilega þætti:
Spurning 1g: Sást ekkert í gögnunum sem gaf ástæðu til að fara út í ein-
hvers konar einstaklingsgreiningu, frekar en að einblína á þau „meðaltöl“ eða
meginlínur sem lagðar eru fram? Voru engar vísbendingar um að með slíku
móti hefði mátt frá fram áhugaverð sjónarhorn?
2. hluti: Niðurstöður
Í ritgerð Hönnu eru lagðar fram fimm meginrannsóknarspurningar og 11 undir -
spurningar og því er vart annars að vænta en að niðurstöðukaflinn sé býsna ítar-
Andmæli við doktorsvörn Hönnu Óladóttur 183