Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 185
Næsta atriði varðandi niðurstöður ritgerðarinnar sem kallar á nánari umræður og
útskýringar tengist kafla 5.4.1 og meðfylgjandi undirköflum, en þar er greint
nokkuð ítarlega frá niðurstöðum varðandi undirspurningu 7, sem snýr að því hver
markmið málfræðikennslu eru í augum kennara. Í ljósi þessarar spurningar vekja
inngangsorð kafla 5.4.1 (bls. 257) nokkra athygli en þar segir Hanna að „[k]ennar-
arnir voru alla jafna ekki spurðir beint út hvert þeir teldu vera markmiðið með
málfræðikennslunni heldur voru ákveðin markmið borin undir þá, til dæmis þau
sem tiltekin eru í núgildandi og eldri aðalnámskrám eða hafa birst annars staðar.“
Hér virðist vera ákveðið ósamræmi á milli rannsóknarspurningarinnar og þeirrar
nálgunar sem beitt var til að fá svör við henni og því er eftirfarandi spurning lögð
fram:
Spurning 2c: Að gefinni ofangreindri nálgun er rétt að spyrja hvort niður -
stöður hér, varðandi það hver markmið málfræðikennslunnar eru í augum
kennara, svari í raun viðkomandi rannsóknarspurningu (undirspurningu 7).
Eru þau svör sem niðurstöðurnar byggja á ekki fyrst og fremst viðbrögð
kennaranna við markmiðum námskrárinnar, frekar en beint eða sjálfstætt
svar þeirra við því hvaða markmið þeir sjálfir hafa sett sér? Er kannski full
samsvörun þarna á milli?
Undirspurningar 10 og 11 vöktu einnig ákveðnar efasemdir hjá mér. Þær hljóða
svo: (liður 10, bls. 4) „Ef markmið kennara með málfræðikennslu er að reyna að
móta málkunnáttu nemenda er það þá raunhæft miðað við kenningar máltöku -
fræðinga og félagsmálfræðinga?“ og (liður 11, bls. 4) „Ef markmið kennara með
málfræðikennslunni er að reyna að móta málhegðun eða málnotkun nemenda er
það þá raunhæft miðað við kenningar máltökufræðinga og félagsmálfræðinga?“
Í greinargerð fyrri andmælanda má sjá efasemdir um að leggja þessa sérstöku
áherslu á málkunnáttufræði og félagsleg málvísindi en hér beinast vangaveltur
mínar frekar að tilgangi þessara spurninga og því hvort þær bæti við einhverjum
áþreifanlegum niðurstöðum. Því er spurt:
Spurning 2d: Hverju bæta þessar spurningar í raun við niðurstöðurnar, þ.e.
geta þær nokkuð leitt af sér annað en almennar vangaveltur um hvað er raun-
hæft og hvað ekki frekar en skýra niðurstöðu á grunni þeirra gagna sem
unnið var úr? Hvaða þýðingu hefur það svo fyrir kennara og kennslu þeirra
ef það telst raunhæft miðað við kenningar máltökufræðinga og félagsmál -
fræðinga að markmið kennara með málfræðikennslu sé að móta málkunn-
áttu, málnotkun eða málhegðun nemenda?
Að endingu verður hér vikið að lokaorðum ritgerðarinnar, kafla 6, en þar leggur
Hanna fram svar við fimmtu og síðustu meginrannsóknarspurningunni þar sem
spurt er hvort svörin við fyrri spurningum ritgerðarinnar gefi tilefni til þess að
endurskoða markmið málfræðikennslunnar og þá hvernig eða á hvaða hátt best sé
Andmæli við doktorsvörn Hönnu Óladóttur 185