Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 186
að nálgast málfræðina í grunnskólakennslu. Hér velti ég því fyrir sér hvort það
val Hönnu að kanna sérstaklega hlut málkunnáttufræða og félagslegra málvísinda
í málfræðikennslunni, og meðvitund kennara og nemenda um þessa þætti, leiði
ekki til þess að niðurstaða hennar sé hér að nokkru leyti fyrirfram gefin. Hún
segir til að mynda í þessum lokaorðum að ljóst sé að kallað er eftir breytingum í
efnistökum og vísar þar helst til þess að ofangreindar áherslur þyrftu, að mati
viðmælenda hennar, að verða fyrirferðarmeiri. Erfitt er að verjast þeirri hugsun
hér að kallið eftir áherslubreytingum ráðist að verulegu leyti af því hvert athygli
viðmælenda í rannsókninni var beint, þ.e. að með þessu fái Hanna ákveðna rétt-
lætingu fyrir eða staðfestingu á fyrirfram mótaðri sannfæringu sinni. Í ljósi þessa
bið ég Hönnu nú að lokum um að …:
Spurning 2e: … sýna fram á að tillögur hennar að breytingum eða end-
urskoðun á markmiðum málfræðikennslu séu í raun sprottnar úr gögnum
hennar frekar en fyrirfram mótuðum hugmyndum hennar um hverjar þessar
breytingar ættu að vera.
Lokaorð
Samantekið er umtalsverður fengur í þeirri doktorsritgerð sem hér hefur verið til
umfjöllunar, enda felur hún í senn í sér ítarlegt yfirlit yfir þær áherslur í mál -
fræðikennslu sem ríkt hafa á undanförnum áratugum í gegnum aðalnámskrár,
samræmd próf og námsefni, og mikilvægar nýjar upplýsingar um hugmyndir
bæði nemenda og kennara varðandi íslenskt mál og málfræðikennslu. Deila má
um hvort fullnægjandi svar fáist við þeirri spurningu höfundarins hver skóla-
málfræði ætti að vera — enda er það jafnmikið álitaefni hvort hægt sé að svara
þeirri spurningu í eitt skipti fyrir öll á grunni einnar rannsóknar — en verkið er
mikilsvert framlag til þeirrar umræðu sem nú á sér stað, og þarf að eiga sér stað
áfram, um það hvernig beri að nálgast málfræði í kennslu í íslenskum grunnskól-
um og veltir um leið upp ýmsum flötum sem bæði Hanna sjálf og aðrir rannsak-
endur á þessu sviði þyrftu að kanna frekar á næstu árum.
Finnur Friðriksson
Háskólanum á Akureyri
IS-600 Akureyri
finnurf@unak.is
Finnur Friðriksson186